trippel c s piller http://norgepiller.com/kjop-cialis/ hvor lenge du vil beholde medisinske poster

Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS

4. tbl. 2017 er komið út.

Fréttabréf

BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS

Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511

4. tbl. sept. 2017 23. árgangur

Ábyrgðarmaður Ingibjörg Guðmundsdóttir    mfrettabref

Kæru félagsmenn

Nú hefjum við nýtt starfsár Breiðfirðingafélagsins. Á dagskránni eru fastir liðir: félagsvist, bridge, prjónakaffi, kórsöngur, aðventukaffi, hagyrðingakvöld og dans. Stjórnin mun efna til einhverra nýrra atriða. Við ætlum t.d. að hafa tónleika föstudagskvöldið 3. nóv. Þeir verða auglýstir nánar á heimasíðu og fésbókarsíðu félagsins þegar nær dregur. Markmiðið er að efla félagið, ná til yngra fólks og nýrra félaga, tengda svæðinu við Breiðafjörð.
Breiðfirðingabúð er flott og fín eins og ávallt áður. Gólfið var pússað og lakkað í sumar og salurinn málaður. Ráðinn hefur verið nýr húsvörður, Hulda Jónsdóttir frá Bæ í Reykhólasveit. Henni til halds og trausts verður eiginmaðurinn, Ágúst Ástráðsson.
 
Sumarferð félagsins var farin að Árbliki í Dölum í júní s.l. Veðrið var vindasamt en við fórum þó með harðfylgi fram í Ljárskógasel og að Kötlunum. Grillið heppnaðist mjög vel og Nikkólína hélt upp miklu fjöri á balli um kvöldið. Þetta var 11 manna hljómsveit og sérstaka athygli vöktu 6 harmónikku-leikarar í einu á sviðinu. Börnin báðu þau um eiginhandar-áritun. Ég vil þakka hljóðfæraleikurum Nikkólínu kærlaga fyrir sitt framlag. Um 100 manns sóttu þessa góðu skemmtun.
 
Nú vil ég hvetja ykkur, kæru félagar, til virkrar þátttöku í félaginu okkar. Sjáumst í Breiðfirðingabúð!
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, formaður.
 
Félagsvist
Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga í Breiðfirðingabúð og hefst kl. 14.oo
24. sept. Félagsvist, stakur dagur
1. okt. 1. dagur í fjögurra daga keppni
8. okt. 2. dagur í fjögurra daga keppni
15. okt. 3. dagur í fjögurra daga keppni
22. okt. 4. dagur í fjögurra daga keppni
29. okt. Félagsvist, stakur dagur
5. nóv. 1. dagur í fjögurra daga keppni
12. nóv. 2. dagur í fjögurra daga keppni
19. nóv. 3. dagur í fjögurra daga keppni
26. nóv. 4. dagur í fjögurra daga keppni
 
Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000 og önnur verðlaun kr. 2.500 auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.
Í fjögurra daga keppni gilda þrír bestu við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000 fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið.
Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.
Allir eru velkomnir. Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1.300.
 
 
Tónlistarkvöld
Tónlistarkvöld verður haldið föstudaginn 3. nóv. Nánar auglýst síðar.
 
 
Afmælisvika
Afmælisvika félagsins er 13. – 19. nóv. Þá verður að venju hagyrðingakvöld 16. nóv. og dansleikur 18. nóv. Þetta verður nánar auglýst síðar.
 
Aðventudagur
 
Aðventudagur fjölskyldunnar er 3. des. hefst kl. 14:30.
 
 
Jólaball
Jólaball fyrir börnin verður 30. des. og hefst kl. 14:30.
 
 
Bridge haustið 2017
Bridge verður spilað eftirtalda sunnudaga í Breiðfirðingabúð og hefst kl. 19.oo
 
24. sept. Tvímenningur
1. okt. Tvímenningur keppni 1 af 4
8. okt. Tvímenningur keppni 2 af 4
15. okt. Tvímenningur keppni 3 af 4
22. okt. Tvímenningur keppni 4 af 4
29. okt. Tvímenningur
5. nóv. Tvímenningur
12. nóv. Tvímenningur keppni 1 af 4
19. nóv. Tvímenningur keppni 2 af 4
26. nóv. Tvímenningur keppni 3 af 4
3. des. Tvímenningur keppni 4 af 4
10. des. Barometer
 
Aðgangseyrir kr. 1000. Allir velkomnir og kaffi á könnunni.
Í 4 kvölda tvímenningi eru tekin 3 bestu skiptin og eru verðlaunapeningar fyrir 3 efstu sætin.
 
 
Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð
Prjónakaffið verður eins og áður annan hvern mánudag, kl. 19:30 og byrjað verður 2. okt. Hinir dagarnir fram til áramóta eru: 16. okt., 30. okt., 13. nóv. og 27. nóv.
Upplýsingar gefa Jófríður í síma 862-6414 og Sólveig í síma 897-6440. Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu.
 
 
Fastir liðir dagskrár eftir áramót
20. jan. Árshátíð á Þorra. Takið kvöldið frá strax.
24. mars Páskabingó, kl 14:30
6. maí Dagur aldraðra, kl 14:30
5. júní Gróðursetningarferð í Heiðmörk.
 
 
Breiðfirðingakórinn
Nú er sumarið að kveðja , haust og vetur að nálgast með öllum sínu fallegu litum og fjölbreytileik. Kórstarfið að fara af stað, æfingar að byrja eftir sumarfrí sem verða á miðvikudags-kvöldum eins og verið hefur.
Kórstjórinn Julian Michael Hewlett verður með okkur áfram, svo allt er þetta nú í góðum farvegi.
Síðasti vetur var okkur góður í alla staði og veit ég ekki betur en kórfélagar hafi notið þess að rifja upp lög frá 20 ára ferli kórsins, eftir að hann tók til starfa á ný. Var það vel þess virði enda af mörgu að taka. Get ekki látið hjá líða að minnast á ferð okkar vestur í Dali á Jörvagleði sl. vor í tilefni 20 ára afmælis kórsins. Buðum við þar upp á tónleika í Dalabúð og var þetta liður í því að sýna hug okkar til Breiðafjarðar en ánægjulegt var hve margir sáu sér fært að koma og njóta stundarinnar með okkur. Einnig vil ég minnast þess að frumflutt var þar lag og texti „Um átthaganna slóð“ sem var sérstaklega samið fyrir kórinn á afmælisári af einum kórfélaga og kórstjóranum okkar. Snæddum síðan kvöldverð í Dalabúð áður en haldið var heim og var þetta hin ánægjulegasti dagur.
Stjórn kórsins skipa nú: Ólöf Sigurjónsdóttir formaður, Björk Magnúsdóttir ritari, Matthildur Herborg Kristjánsdóttir gjaldkeri, Jófríður Anna Eyjólfsdóttir meðstjórnandi, Finnbjörn Gíslason meðstjórnandi og Laufey Kristjánsdóttir varamaður.
Ég nefni hér okkar árlegu jólatónleika í Fella- og Hólakirkju 17. desember en þeir verða veglegir að vanda og verða auglýstir nánar þegar nær dregur ásamt öðrum uppákomum kórsins. Meiningin er að hafa heitt á könnunni á
afmælisdaginn 21. október og verður það einnig auglýst betur síðar.
Vona að Breiðfirðingar og aðrir velunnarar kórsins njóti þess sem við höfum upp á að bjóða í vetur.
Lifið heil.
Ólöf Sigurjónsdóttir formaður,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , sími: 691-2106

Additional information