trippel c s piller http://norgepiller.com/kjop-cialis/ hvor lenge du vil beholde medisinske poster

Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Fréttabréf  

BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS

Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511

1. tbl. jan. 2013 19. árgangur

Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson

 

Gleðilegt nýtt ár

Kæru félagar, ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegs árs og þakka ánægjulegar samverustundir á nýliðnu ári.  

Félagsvistin er fastur liður í dagskránni og hefur hún ekki verið líflegri um langan tíma. Aðsókn að Bridge var frekar dræm fyrripart haustsins en jókst þegar leið á. Prjónakaffið verður áfram í vetur, enda var aðsóknin síðastliðið haust mjög góð.

Breiðfirðingakórinn hélt sína árlegu jólatónleika í Fella- og Hólakirkju þann 16. desember og var vel sótt. Jólaskemmtunin var haldin á 29. desember, aðsóknin var ágæt. Félagar úr Breiðfirðingakórnum sáu um tónlist og uppákomur. Tveir jólasveinar mættu á skemmtunina.

Árshátíð á þorra verður haldin í Breiðfirðingabúð laugardaginn 26. janúar. Dagskráin er að vanda glæsileg, eins og sjá má á baksíðu fréttabréfsins. Aðalfundur félagsins verður síðan haldinn fimmtudaginn 21. febrúar n.k. en dagskrá hans verður auglýst nánar í næsta fréttabréfi. Ég hvet félagsmenn til að hafa samband við félaga í kjörnefnd, hafi þeir áhuga á að gefa kost á sér í stjórn félagsins fyrir 8. febrúar. Kjörnefnd  skipa þau: Hildur Óskarsdóttir, s: 868-2795, Bjarnheiður Magnúsdóttir, s: 862-0546 og Margrét Jóhannsdóttir s: 847-9974.

Ákveðið hefur verið að endurvekja spurningakeppni átthagafélaganna og höfum við ákveðið að vera með, sjá nánar á næstu síðu.

Þar sem starfsemi félagsins hefur aukist væri gott ef einhverjir hefðu tök á að aðstoða við hinar ýmsu uppákomur.

Tölvupóstfang félagsins er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Kær kveðja

Snæbjörn Kristjánsson, formaður

 

Spurningakeppni átthagafélaga:

Á haustdögum vaknaði sú hugmynd hjá Barðstrendingafélaginu að endurvekja spurningakeppni átthagafélagana og sendi Ólína Kristín Jónsdóttir varaformaður Barðstrendingafélagsins í Reykjavík, tölvupóst til fjölmargra átthagafélaga til að kanna þátttöku. Afraksturinn er að búið er að halda tvo undirbúningsfundi og eru það sextán  átthagafélög sem taka þátt í keppninni.

Samþykktar hafa verið eftirfarandi dagsetningar: 28. febrúar, 7. mars, 21. mars, 11. apríl og 24. apríl, en ekki er búið að ákveða hvar þær fara fram, en í húsnæðisnefnd eru Breiðfirðingafélagið, Skaftfellingafélagið og Húnvetningafélagið.

Stjórnandi og höfundur spurninga verður Gauti Eiríksson, kennari, frá Stað á Reykjanesi í A-Barðastrandarsýslu.

Með í keppninni verða: Breiðfirðingafélagið, Barðstrendingafélagið, Dýrfirðingafélagið, Önfirðingafélagið, Súgfirðingafélagið, Félag Djúpmanna, Átthagafélag Sléttuhrepps, Átthagafélag Strandamanna, Vestfirðingafélagið, Húnvetningafélagið, Siglfirðingafélagið, Átthagafélag Héraðsmanna, Skaftfellingafélagið, Árnesingafélagið, Stokkseyringafélagið og líklega Norðfirðingafélagið.

Þar sem við höfum ákveðið að taka þátt í þessari keppni vantar okkur aðila til að skipa þriggja manna lið fyrir okkur og er nauðsynlegt að hafa varamenn í liðinu. Dregið verður um hvaða lið keppa í 16 liða úrslitum, um miðjan janúar. Áhugasamir hafi samband t.d. með tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða einhvern stjórnarmanna félagsins, sjá “stjórn” á www.bf.is sem allra fyrst.

 

Heimasíða Breiðfirðingafélagsins:

Heimasíðan okkar var sett í loftið árið 2005 og er ekki að uppfylla kröfur nútímans. Unnið er að uppfærslu og má búast við truflunum á meðan á þessari uppfærslu stendur.

Stefnt er að því að koma öllu efni, sem er á gömlu síðunni inn á þá nýju.

 

Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð:

Prjónakaffið eftir áramót verður mánudagana 14. jan, 28. jan. 11. febr. 25. febr. 11. mars, 25. mars og 8. apríl kl. 20:00. Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747 og Sæunn í síma 864-2201.

Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu.

Helstu atriði dagskrár eftir áramót:

26. jan.     Árshátíð á Þorra.

  2. mars.  Dansleikur og skemmtun Breiðfirðingakórsins

16. mars.  Páskabingó, kl 14:30

13. apríl.  Vorfagnaður frá kl. 22:00 til 02:00

  5. maí.    Dagur aldraðra, kl 14:30

  4. júní.    Gróðursetningarferð í Heiðmörk.

21. til 23. júní.  Sumarferð félagsins.

Fréttabréfið í tölvupósti

Stöðugt fjölgar þeim sem fá fréttabréfið sent í tölvupósti og er það töluverður sparnaður fyrir félagið, því póstburðargjöld, pappír og ljósritunarkostnaður fer stöðugt hækkandi.

Til að fá fréttabréfið sent í tölvupósti er þægilegast að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem  nafn og heimilisfang kemur fram.

 

Skráning nýrra félaga

Ef þið þekkið einhvern sem vill ganga í Breiðfirðingafélagið, þá er hægt að skrá sig á netinu www.bf.is “Skráningar”

 

Árshátíð á þorra

Hin árlega árshátíð Breiðfirðingafélagsins á þorra verður haldin í Breiðfirðingabúð, laugardaginn 26. janúar 2013.

Borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00, en húsið verður opnað kl.19:00.

 

Veislustjóri verður Níels Árni Lund.

Það verður spennandi að sjá upp á hverju Níels Árni tekur.

Einnig verða ...............................?

Hljómsveitin Klassik (Haukur Ingibergs) leikur fyrir dansi til kl. 02:00.

Miðaverð er kr. 5.500 kr. (Sama verð og í fyrra).

Þeir sem einungis koma á dansleikinn greiða kr. 2.000.

Tekið er við miðapöntunum hjá Þresti Elíassyni í síma 892-3068.

Miðasalan fer síðan fram í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 20. janúar frá kl.16:30 til 18:30.

Einnig er hægt að sækja miða miðvikudaginn 23. janúar frá kl. 19:00 - 20:30.

Miðar sem ekki hafa verið sóttir í síðasta lagi 23. janúar verða seldir öðrum.

Félagsmenn Breiðfirðingafélagsins og gestir þeirra hafa forgang að miðum til 20. janúar.

 

Additional information