• Print

Samþykktir fyrir Bridgedeild Breiðfirðingafélagsins


1.    Bridgedeild Breiðfirðingafélagsins er félag áhugafólks um Bridge. Aðalstarfssemi félagsins er að standa fyrir spilakvöldum yfir vetrarmánuðina.

2.    Félagið skal halda aðalfund árlega að vori áður en starfsemi vetrarins lýkur.

3.    Á dagskrá aðalfundar skulu vera:
    Kosningar til stjórnar félagsins.
    Lagðir  fram reikningar  til samþykktar.
    Önnur mál.

4.    Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum, sem kosnir eru til þriggja ára, formanni, gjaldkera, ritara og tveimur meðstjórnendum. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og ákveður hver skuli skipa hvaða stöðu innan hennar.  Stjórnarmenn ganga úr stjórn til skiptis tveir, tveir og einn.

5.    Reikningar félagsins skulu endurskoðaðir af endurskoðendum Breiðfirðingafélagsins.

6.    Verði Félagið lagt niður og starfsemi hætt skulu eignir þess renna til Breiðfirðingafélagsins.