Stjórn Breiðfirðingafélagsins
Stuttar fréttir af stjórnarfundi Breiðfirðingafélagsins 26. maí 2016
Starfið gekk vel í vetur og var aðsókn að félagsvist, bridge og prjónakaffinu góð. Yfir 140 manns mættu í Breiðfirðingabúð á degi aldraðra. Þá kom út nýtt hefti af tímariti félagsins, Breiðfirðingi, 64. árgangur. Það seldist vel og fór til áskrifenda strax á eftir. Þarna var einnig til sölu nýútgefinn diskur með kvartettinum Leikbræðrum.
Ákveðið var að spilin (félagsvist og bridge) byrji 25. sept. næsta haust og prjónakaffið 26. sept.
Gróðursetningarferð verður í reit félagsins í Heiðmörk miðvikudaginn 1. júní kl. 19. Félagar eru hvattir til að fjölmenna með nesti.
Sumarferð félagsins verður að Heimalandi undir Eyjafjöllum helgina 24.-26. júní. Þetta er fjölskylduferð og verður nánar auglýst í næsta férttabréfi. Munið að kjósa forseta (utankjörstaðar) áður en þið farið í þessa ferð.
Við ætlum að hreingera Breiðfirðingabúð þriðjudaginn 31. maí kl. 19-22. Félagsmenn, ykkar aðstoð er vel þegin því að „margar hendur vinna létt verk“ .