Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
Spurningakeppni 21.3.2013
Þriðji hluti spurningakeppninar fór fram þann 21. mars og kepptum við þá við Árnesingafélagið. Okkar lið hafði betur og komst í fjögurra liða úrslitin.
Spurningakeppni 21.3.2013
Þá er komið að næsta hluta keppninar, sem eru átta liða úrslit. Þá keppir okkar lið við Árnesingafélagið.
Páskabingó 16. mars 2013 kl. 14:30
Fjölmenni var á páskabingóinu og fengu margir páskaegg, eins og sjá má á myndum sem teknar voru. Sjá myndir.
Spurningakeppnin 7. mars 2013
Annar hluti spurningakeppninar fór fram þann 7. mars og kepptum við þá við Barðstrendingafélagið. Okkar lið hafði betur.
Spurningakeppni 7. mars 2013
Nú styttist í að Breiðfirðingafélagið keppi við Barðstrendingafélagið, en það verður á fimmtudaginn 7. mars.
Félagsvist í Breiðfirðingabúð 3. mars 2013
Góð þátttaka var í félagsvistinni sunnudaginn 3. mars og var spilað á alls 23 borðum.