Til hamingju með daginn kæra félagsfólk og aðrir velunnarar. Breiðfirðingafélagið var stofnað þennan dag árið 1938, það styttist í stórafmæli! Sex árum eftir stofnun félagsins klauf hópur sig úr félaginu og stofnaði Barðstrendingafélagið sem nú hefur aftur sameinast Breiðfirðingafélaginu. Stór hluti þessa klofnings var sú að vestur Barðastrandarsýsla heldur áfram upp Vestfjarðakjálkann og tilheyrir því ekki Breiðafirði í bókstaflegri merkingu. Félagið er því ansi víðfeðmt, a
Annan hvern fimmtudag er spiluð félagsvist í Breiðfirðingabúð, klukkan 19:30. Næst á morgun, 6. nóvember. Það eru allir velkomnir, vant spilafólk og nýgræðingar; félagsmenn og aðrir. Það er bara ein regla á þessum kvöldum: Allt nöldur yfir spilamennsku annarra er bannað! Peningaverðlaun eru í boði á hverju kvöldi og í lok hvers misseris eru veitt vegleg verðlaun fyrir hæsta karl og hæstu konu yfir samanlögð 4 kvöld af 6. Við hvetjum alla til að mæta, þetta gæti ekki verið ei
Enn er von á góðum gesti á prjónakvöldið okkar. Íris Hlín Vöggsdóttir, hönnuður Voggsknit hefur meðal annars hannað peysurnar Jólagleði og Heiðmörk. Hún er frá Ólafsvík og þvi vel við hæfi að hún komi í heimsókn á prjónakaffi Breiðfirðingafélagsins.