top of page

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins verður haldinn í Breiðfirðingabúð fimmtudaginn 20. febrúar 2025 og hefst kl. 20:00.


Dagskrá:

1. Inntaka nýrra félagsmanna.

2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins frá síðasta aðalfundi sem haldinn var 26. febrúar 2024.

3. Lagðir fram til samþykktar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðasta almanaksár.

4. Skýrslur deilda félagsins. Það eru: Bridgedeild, Minningarsjóður og Breiðfirðingakórinn.

5. Tillaga um árgjald

6. Tillögur að lagabreytingum.

Stjórn leggur fram til samþykktar á fundinum endurskoðaðar samþykktir (hægt er að kynna sér breytingatillögurnar með því að smella hér).

Við sameiningu Barðstrendingafélgasins og Breiðfirðingafélagsins urðu til nýjar samþykktir fyrir hið sameinaða félag sem samþykktar voru á framhaldsaðalfundi þann 14. mars 2024. Bráðabirgðaákvæði þeirra samþykkta  kvað á um að skipa ætti nefnd til að annast endurskoðun samþykktanna að teknu tilliti til ábendinga frá félagsmönnum. Nefndin skilaði niðurstöðum sinnar vinnu í desember 2024 – sjá skilagrein nefndarinnar hér.

7. Aðalstjórn félagsins kosin, til eins árs, ásamt varamönnum.

8. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga, til eins árs, ásamt einum varamanni.

9. Önnur mál.


Recent Posts

See All

Frá nýkjörnum formanni

Kæru félagar. Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins var haldinn þann 20. febrúar 2025, þar mættu 40 félagsmenn og 3 gestir. Steinunn M....

Comments


Breiðfirðingafélagið

Faxafeni 14

108 Reykjavík

kennitala: 480169-1669

netfang: bf@bf.is

  • Facebook

bf.is  © 2025 Breiðfirðingafélagið    

bottom of page