top of page

Frá nýkjörnum formanni

Kæru félagar.

Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins var haldinn þann 20. febrúar 2025, þar mættu 40 félagsmenn og 3 gestir.

Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og var sú sem þetta skrifar, Ólína Kristín Jónsdóttir kjörinn nýr formaður. Ég þakka gott kjör og hlýjar kveðjur á fundinum! Það verður skemmtilegt að leiða félagið áfram.

Um leið og ég þakka Steinunni gott samstarf í stjórn síðasta árið, þá þakka ég henni fyrir hönd okkar í félaginu fyrir styrka og örugga formennsku síðustu árin.

Stærsta verkefnið hennar var kannski sameining Breiðfirðingafélagsins og Barðstrendingafélagsins sem hefur gengið afar vel og voru yfirfarnar samþykktir sameinaðs félags samþykktar samhljóða á aðalfundinum í gær.

Hægt er að lesa samþykktirnar hér á heimasíðunni og einnig er hér hægt að skrá sig í félagið og sjá upplýsingar um starfsemi þess.

Breiðfirðingakórinn, sem er 25 manna blandaður kór, vantar fólk í allar raddir og hvet ég félaga og aðra velunnara félagsins að ganga í kórinn. Hægt er að hafa samband við kórfélaga eða stjórnarfólk félagsins sem kemur ykkur áfram.

Ég hvet ykkur einnig til að hafa samband ef að þið hafið hugmyndir eða athugasemdir varðandi starfssemi félagsins. Við viljum reka öflugt og skemmtilegt félag og það krefst þátttöku allra félagsmanna en ekki bara kjörinnar stjórnar, svo að það gangi sem best.

Ég hlakka til samstarfs við ykkur öll næstu 2 árin

Ný stjórn er nú svona skipuð:

Ólína Kristín Jónsdóttir, formaður

Ásthildur Sóllilja Haraldsdóttir

Guðný Dóra Gestsdóttir

Lísa Margrét Sigurðardóttir Breiðfjörð

María Játvarðardóttir

Ólöf Inga Guðbjörnsdóttir

Sólveig Aradóttir

Varamenn:

Guðrún Þorleifsdóttir

Helgi Sæmundsson

Sigurjón Björn Sveinsson

Sigurbjörn Einarsson

Recent Posts

See All

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins verður haldinn í Breiðfirðingabúð fimmtudaginn 20. febrúar 2025 og hefst kl. 20:00. Dagskrá: 1. Inntaka...

Comments


Breiðfirðingafélagið

Faxafeni 14

108 Reykjavík

kennitala: 480169-1669

netfang: bf@bf.is

  • Facebook

bf.is  © 2025 Breiðfirðingafélagið    

bottom of page