Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
Aðalfundarboð
Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins verður haldinn í Breiðfirðingabúð
fimmtudaginn 21. febrúar 2019 og hefst stundvíslega kl. 20:00
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Kaffiveitingar í boði Breiðfirskra kvenna.
Fjölmennum á aðalfundinn! Þar verða formlega teknir inn nýir félagar.
Breiðfirsk fræði - fyrirlestraröð
* 7. mars mun Einar Kárason rithöfundur verða með fyrirlestur undir merkjunum Breiðfirsk fræði. Hann er eins og flestir vita mikill sérfræðingur í Sturlungu.
* 11. apríl mun Sigríður Hjördís Jörundsdóttir sagnfræðingur og doktorsnemi flytja fyrirlestur um Dalamenn árið 1703.
* 9. maí verður svo síðasti fyrirlesturinn í þessari röð fyrirlestra um Breiðfirsk fræði. Hann verður nánað kynntur í næsta fréttabréfi.
Fyrirlestrarnir hefjast 20:00 og eru allir velkomnir.
Árshátíð á þorra
Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð
11. febrúar klukkan 19:30
Agnes Úlfarsdóttir sýnir prjónuð sjöl.