Breiðfirðingafélagið
Bridgedeildin
Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
BREIÐFIRÐINGUR, 70. ÁRGANGUR
|
Tímaritið Breiðfirðingur, 70. árgangur, 2022 kom út um miðjan maí mánuð. Fyrsta hefti ritsins kom út vorið 1942 svo þetta rit er jafnframt 80 ára afmælisútgáfa.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Ástvaldsson. Útlit, umbrot og ljósmyndun: Haukur Már Haraldsson. Ritið er 152 blaðsíður með fjölbreyttu efni að vanda.
Félagar Breiðfirðingafélagsins sem og aðrir áskrifendur eiga allir að vera komnir með ritið í hendur.
Eftirtaldir hafa ritið í lausasölu: Stjórn Breiðfirðingafélagsins
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
og bf.is Hraðbúðin við Útnesveg Hellissandi. Verslunin Hrund Ólafsbraut 55 Ólafsvík. Græna Kompaníið Hrannarstíg 5 Grundarfirði. Sæferðir verslun Smiðjustíg 3 Stykkishólmi. Handverkshópurinn Bolli Vesturbraut 12 Búðardal. Handverksfélagið ASSA Króksfjarðarnesi. Reykhólabúðin Reykhólum.
Eldri árganga ritsins má finna á vefnum timarit.is
|
Ný stjórn
Á aðalfundi félagsins þann 24. mars var kosin ný stjórn félagsins.
Hana skipa Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir formaður, Sólveig Kristjánsdóttir gjaldkeri, Jófríður Benediktsdóttir ritari, Garðar Valur Jónsson og Ólafur K. Halldórsson ásamt varamönnum en þau eru Sigurbjörn Einarsson og Guðný Dóra Gestsdóttir. Úr stjórn gengu Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sigurður Svansson, Kristín Gunnarsdóttir, Hanna Lovísa Haraldsdóttir og Kristín Andrewsdóttir.
Prjónakaffi.
Síðasta prjónakaffi Breiðfirðingafélagsins í vetur
verður Mánudaginn 4. apríl 2022 kl. 19.30 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, Reykjavík.
Vífill Valgeirsson kennari í silfursmíði kemur til okkar.
Allir hjartanlega velkomnir.
___________________________________________
Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins !
Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 24. mars kl. 20 í Breiðfirðingabúð.
Endilega mætið og hafið áhrif á stjórnarkjör og fleira.
___________________________________
Prjónakaffi
Prjónakaffi Breiðfirðingafélagsins er Mánudaginn 21.mars kl. 19.30 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, Reykjavík.
Guðrún Þ. Guðmundsdóttir kemur til okkar og kynnir pennasaum
og sýnir svuntur.
Allir hjartanlega velkomnir
---------------------------------------------------
Fréttabréf Nóvember 2021
þriðja fréttabréf ársins er komið út.
Sjá fréttabréf
_____________________
Additional information
Á næstunni
No events found
Breiðfirðingabúð - Húsvörður
Húsið er leigt út ef félagið er ekki að nota það. Þeir sem hafa áhuga á að fá salinn leigðan geta haft samband við Sólveigu Kristjánsdóttur í síma: 897 6440.
Breiðfirðingabúð viðburðir
No events found