Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
Ný heimasíða 1.2.2013
Þetta er ný heimasíða hjá Breiðfirðingafélaginu. Ekki eru öll gögn af gömlu heimasíðunni komin inn, en þau birtast á næstunni.
Aðventudagur 2012
Fjölmenni var á aðventudegi fjölskyldunar sem haldinn var í Breiðfirðingabúð 2. des eða um 230 manns. Við þetta tækifæri voru teknar nokkrar, sjá myndir.
Jólatónleikar Breiðfirðingakórsins 2012
Jólatónleikar Breiðfirðingakórsins í Fella og Hólakirkju sunnudaginn 16. desember 2012 kl. 20:00 sjá nánar hér.
Laugardaginn 17. nóvember næstkomandi heldur Breiðfirðingakórinn bjór- og skemmtikvöld í Breiðfirðingabúð.
Skemmtunin hefst kl. 21:00, húsið opnar kl 20:30. Boðið verður upp á kórsöng tveggja kóra, ásamt öðru léttmeti og dansmúsik.
Gönguferð 2012
Hin árlega gönguferð var farin frá Breiðfirðingabúð 17. nóvember, á afmælisdegi félagsins, í góðu en köldu veðri. Þátttaka var mjög lítil eins og sjá má á myndum sem teknar voru í göngunni og kaffinu á eftir.
Hagyrðingakvöld 15. nóv. 2012
Hagyrðingakvöldið var haldið 15. nóvember, undir stjórn Kristjáns Jóhanns Jónssonar.