Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

 

Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 5. tbl. sept 2005 11. árg. er komið út.

Sjá nánar:

 

Hrönn Harðardóttir, formaður

Stigahlíð 16, 105 Reykjavík  s. 694 8992,

netfang: hronnsa hjá hotmail.com

Gísli Gunnlaugsson, varaformaður

Austurgerði 6, 200 Kópavogur, s. 434-1142, 846-4211,

netfang: gisl.gun hjá centrum.is

 

Hörður Rúnar Einarsson, gjaldkeri

Gautavík 18, 112 Reykjavík, s 557-9071, 892-4511

netfang: hre hjá mos.is, hre hjá centrum.is

 

Snæbjörn Kristjánsson, varagjaldkeri og vefstjóri

Smárarima 72, 112 Reykjavík, s. 587-6486, 661-7332,

netfang: snaebjornk hjá islandia.is

 

Bjarnheiður Magnúsdóttir, ritari

Mýrarseli 10, 109 Reykjavík s:862-0546,

netfang: bjarma hjá simnet.is

Sigríður Karvelsdóttir, vararitari

Blásölum 11, 201 Kópavogur, s. 557-4997, 869-0921,

netfang: sgk hjá internet.is

 

Inga Hansdóttir, tengiliður við skemmtinefnd

Hverafold 62, 112 Reykjavík, s. 567-1563, 893-3349,

netfang:

 Varamenn í stjórn eru:

 

 

Sigrún Halldórsdóttir

s: 861 5998,

netfang: sigrunh hjá vortex.is

       

 

 

           

Dagbjört Birgisdóttir

, netfang:

 

 

Júlíus Jónsson

Fannborg 9, 200 Kópavogur, s. 554-3860, vs. 563-6535,

netfang: juliusj hjásimnet.is

Stjórn Breiðfirðingafélagsins 2007-2008                        

 

Snæbjörn Kristjánsson, formaður

Smárarima 72, 112 Reykjavík, s. 587-6486, 696-9521,

netfang: snaebjornk hjá islandia.is

 

Hrönn Harðardóttir, varaformaður

Stigahlíð 16, 105 Reykjavík  s. 694 8992,

netfang: hronnsa hjá hotmail.com

 

Hörður Rúnar Einarsson,  gjaldkeri

Gautavík 18, 112 Reykjavík, s 557-9071, 892-4511

netfang: hre hjá mos.is, hre hjá centrum.is

 

 

Sigrún Halldórsdóttir, varagjaldkeri

s: 861 5998,

netfang: sigrunh hjá vortex.is

 

Bjarnheiður Magnúsdóttir,  ritari

Mýrarseli 10, 109 Reykjavík s: 862-0546

netfang: bjarma hjá simnet.is

Sigríður Karvelsdóttir,  vararitari

Blásölum 11, 201 Kópavogur, s. 557-4997, 869-0921,

netfang: sgk hjá internet.is

 

Inga Hansdóttir,  meðstjórnandi

Hverafold 62, 112 Reykjavík, s. 567-1563, 893-3349,

netfang:

Varamenn í stjórn eru:

 

 

Júlíus Jónsson

Fannborg 9, 200 Kópavogur, s. 554-3860, vs. 563-6535,

netfang: juliusj hjá simnet.is

       

 

 

           

Dagbjört Birgisdóttir

, netfang:

       

 

 

           

Maríus J Lund

, netfang:

Fréttabréf  

BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS

Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511

1. tbl. jan. 2013 19. árgangur

Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson

 

Gleðilegt nýtt ár

Kæru félagar, ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegs árs og þakka ánægjulegar samverustundir á nýliðnu ári.  

Félagsvistin er fastur liður í dagskránni og hefur hún ekki verið líflegri um langan tíma. Aðsókn að Bridge var frekar dræm fyrripart haustsins en jókst þegar leið á. Prjónakaffið verður áfram í vetur, enda var aðsóknin síðastliðið haust mjög góð.

Breiðfirðingakórinn hélt sína árlegu jólatónleika í Fella- og Hólakirkju þann 16. desember og var vel sótt. Jólaskemmtunin var haldin á 29. desember, aðsóknin var ágæt. Félagar úr Breiðfirðingakórnum sáu um tónlist og uppákomur. Tveir jólasveinar mættu á skemmtunina.

Árshátíð á þorra verður haldin í Breiðfirðingabúð laugardaginn 26. janúar. Dagskráin er að vanda glæsileg, eins og sjá má á baksíðu fréttabréfsins. Aðalfundur félagsins verður síðan haldinn fimmtudaginn 21. febrúar n.k. en dagskrá hans verður auglýst nánar í næsta fréttabréfi. Ég hvet félagsmenn til að hafa samband við félaga í kjörnefnd, hafi þeir áhuga á að gefa kost á sér í stjórn félagsins fyrir 8. febrúar. Kjörnefnd  skipa þau: Hildur Óskarsdóttir, s: 868-2795, Bjarnheiður Magnúsdóttir, s: 862-0546 og Margrét Jóhannsdóttir s: 847-9974.

Ákveðið hefur verið að endurvekja spurningakeppni átthagafélaganna og höfum við ákveðið að vera með, sjá nánar á næstu síðu.

Þar sem starfsemi félagsins hefur aukist væri gott ef einhverjir hefðu tök á að aðstoða við hinar ýmsu uppákomur.

Tölvupóstfang félagsins er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Kær kveðja

Snæbjörn Kristjánsson, formaður

 

Spurningakeppni átthagafélaga:

Á haustdögum vaknaði sú hugmynd hjá Barðstrendingafélaginu að endurvekja spurningakeppni átthagafélagana og sendi Ólína Kristín Jónsdóttir varaformaður Barðstrendingafélagsins í Reykjavík, tölvupóst til fjölmargra átthagafélaga til að kanna þátttöku. Afraksturinn er að búið er að halda tvo undirbúningsfundi og eru það sextán  átthagafélög sem taka þátt í keppninni.

Samþykktar hafa verið eftirfarandi dagsetningar: 28. febrúar, 7. mars, 21. mars, 11. apríl og 24. apríl, en ekki er búið að ákveða hvar þær fara fram, en í húsnæðisnefnd eru Breiðfirðingafélagið, Skaftfellingafélagið og Húnvetningafélagið.

Stjórnandi og höfundur spurninga verður Gauti Eiríksson, kennari, frá Stað á Reykjanesi í A-Barðastrandarsýslu.

Með í keppninni verða: Breiðfirðingafélagið, Barðstrendingafélagið, Dýrfirðingafélagið, Önfirðingafélagið, Súgfirðingafélagið, Félag Djúpmanna, Átthagafélag Sléttuhrepps, Átthagafélag Strandamanna, Vestfirðingafélagið, Húnvetningafélagið, Siglfirðingafélagið, Átthagafélag Héraðsmanna, Skaftfellingafélagið, Árnesingafélagið, Stokkseyringafélagið og líklega Norðfirðingafélagið.

Þar sem við höfum ákveðið að taka þátt í þessari keppni vantar okkur aðila til að skipa þriggja manna lið fyrir okkur og er nauðsynlegt að hafa varamenn í liðinu. Dregið verður um hvaða lið keppa í 16 liða úrslitum, um miðjan janúar. Áhugasamir hafi samband t.d. með tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða einhvern stjórnarmanna félagsins, sjá “stjórn” á www.bf.is sem allra fyrst.

 

Heimasíða Breiðfirðingafélagsins:

Heimasíðan okkar var sett í loftið árið 2005 og er ekki að uppfylla kröfur nútímans. Unnið er að uppfærslu og má búast við truflunum á meðan á þessari uppfærslu stendur.

Stefnt er að því að koma öllu efni, sem er á gömlu síðunni inn á þá nýju.

 

Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð:

Prjónakaffið eftir áramót verður mánudagana 14. jan, 28. jan. 11. febr. 25. febr. 11. mars, 25. mars og 8. apríl kl. 20:00. Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747 og Sæunn í síma 864-2201.

Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu.

Helstu atriði dagskrár eftir áramót:

26. jan.     Árshátíð á Þorra.

  2. mars.  Dansleikur og skemmtun Breiðfirðingakórsins

16. mars.  Páskabingó, kl 14:30

13. apríl.  Vorfagnaður frá kl. 22:00 til 02:00

  5. maí.    Dagur aldraðra, kl 14:30

  4. júní.    Gróðursetningarferð í Heiðmörk.

21. til 23. júní.  Sumarferð félagsins.

Fréttabréfið í tölvupósti

Stöðugt fjölgar þeim sem fá fréttabréfið sent í tölvupósti og er það töluverður sparnaður fyrir félagið, því póstburðargjöld, pappír og ljósritunarkostnaður fer stöðugt hækkandi.

Til að fá fréttabréfið sent í tölvupósti er þægilegast að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem  nafn og heimilisfang kemur fram.

 

Skráning nýrra félaga

Ef þið þekkið einhvern sem vill ganga í Breiðfirðingafélagið, þá er hægt að skrá sig á netinu www.bf.is “Skráningar”

 

Árshátíð á þorra

Hin árlega árshátíð Breiðfirðingafélagsins á þorra verður haldin í Breiðfirðingabúð, laugardaginn 26. janúar 2013.

Borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00, en húsið verður opnað kl.19:00.

 

Veislustjóri verður Níels Árni Lund.

Það verður spennandi að sjá upp á hverju Níels Árni tekur.

Einnig verða ...............................?

Hljómsveitin Klassik (Haukur Ingibergs) leikur fyrir dansi til kl. 02:00.

Miðaverð er kr. 5.500 kr. (Sama verð og í fyrra).

Þeir sem einungis koma á dansleikinn greiða kr. 2.000.

Tekið er við miðapöntunum hjá Þresti Elíassyni í síma 892-3068.

Miðasalan fer síðan fram í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 20. janúar frá kl.16:30 til 18:30.

Einnig er hægt að sækja miða miðvikudaginn 23. janúar frá kl. 19:00 - 20:30.

Miðar sem ekki hafa verið sóttir í síðasta lagi 23. janúar verða seldir öðrum.

Félagsmenn Breiðfirðingafélagsins og gestir þeirra hafa forgang að miðum til 20. janúar.

 

Fréttabréf

BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS

Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511

6. tbl. nóv. 2012 18. árgangur

Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson

 

Kæru félagsmenn

Þá er vetur konungur farinn að sína sig, en það breytir því ekki að  mikið líf er í dagskrá félagsins. Aðsókn að félagsvistinni hefur verið mjög góð og hefur verið spilað á allt að 20 borðum. Alltaf eru að birtast ný andlit við spilaborðin, bæði ungir sem aldnir og ekki má gleyma þeim sem sjaldan láta sig vanta. Bridge hófst 16. september og er spilað á 8– 10 borðum. Prjónakaffið hefur verið mjög líflegt í haust og er það orðinn fastur liður í dagskránni. Vetrarfagnaðurinn var haldin fyrsta vetrardag 27. október, að þessu sinni var gerð tilraun með að bjóða upp á kjötsúpu fyrir dansleikinn, en ekki var næg þátttaka til að úr því yrði. Aðsóknin að dansleiknum var lítil, þannig að trúlega verður þessi uppákoma lögð af. Hagyrðingakvöldið verður  fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20:00, sú nýbreytni verður að öllum gefst kostur á að botna fyrriparta, sem hægt er að nálgast á heimasíðu félagsins og skila þegar komið er á hagyrðingakvöldið. Síðan verður ganga  laugardaginn 17. nóvember og verður gengið frá Breiðfirðingabúð og er mæting kl. 13. Að göngu lokinni verður boðið upp á kaffi og vöfflur.

Kórinn tók þátt í veglegu kóramóti sjö átthagakóra sem haldið var í Háskólabíói þann 14. október. Kóramótið tókst mjög vel og vonandi verður þetta árlegur viðburður. Æfingar hjá kórnum ganga vel, og er þegar byrjað að æfa jólalögin. Kórinn heldur sína árlegu jólatónleika í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 16. desember.

Aðventudagur fjölskyldunnar verður haldinn 2. desember, fyrsta sunnudag í desember.

Jólaballið verður síðan 29. desember. Sjáumst hress.

Kær kveðja

Snæbjörn Kristjánsson, formaður

 

Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga:

               

                11. nóv.           2. dagur í fjögurra daga keppni

            18. nóv.           3. dagur í fjögurra daga keppni

            25. nóv.           4. dagur í fjögurra daga keppni

 

Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14:00

Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000,- og önnur verðlaun kr. 2.500,- auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.

Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000,- fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið.

Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.

 

Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1000,-.

 

Bridge:

Við Breiðfirðingar og fleiri ætlum að spila á sunnudögum í vetur eins og áður. Fyrsta spilakvöldið er 16. september kl. 19.00 í Breiðfirðingabúð. Ekki þarf að skrá sig heldur einungis að mæta þegar ykkur langar til. Við ætlum að vera mjög umburðalynd og því er tækifæri fyrir þá sem óvanir eru að spila bridge að koma og æfa sig.

Æfingagjaldið er kr. 700.- pr. kvöld og er kaffi innifalið í verðinu.

 

Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð

Síðasta prjónakaffið fyrir áramót verður mánudaginn 19. nóv.  kl. 20:00. Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747 og Sæunn í síma 864-2201.

Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu.

 

15. nóv. Hagyrðingakvöld kl. 20:00

Hagyrðingakvöldið verður undir stjórn Kristjáns Jóhanns Jónssonar. Hagyrðingar eru: Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Hermann Jóhannesson, Jóhanna Fríða Dalkvist, Halla Gunnarsdóttir, Kristján Runólfsson og Jón Kristjánsson.

Fyrripartar handa sal og hagyrðingum  eru birtir á heimasíðu félagsins www.bf.is

Miðaverð er kr. 1000.- (kaffi og meðlæti innifalið í verði).

 

17. nóv. Gönguferð frá Breiðfirðingabúð kl. 13:00

Mæting í gönguferðina er við Breiðfirðingabúð og verður lagt af stað kl.13:00. Gengið verður um nágrennið. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur að göngu lokinni.

 

Aðventudagur:

  2. des. Aðventudagur fjölskyldunnar hefst kl. 14:30.

 

Jólaball:

29. des. Jólatrésskemmtun fyrir alla fjölskylduna kl. 14:30.

 

Helstu atriði dagskrár eftir áramót:

26. jan.     Árshátíð á Þorra. Takið kvöldið frá strax.

  2. mars.  Dansleikur og skemmtun Breiðfirðingakórsins

16. mars.  Páskabingó, kl 14:30

13. apríl.  Vorfagnaður frá kl. 22:00 til 02:00

  5. maí.    Dagur aldraðra, kl 14:30

  4. júní.    Gróðursetningarferð í Heiðmörk.

21. til 23. júní.  Sumarferð félagsins.

 

Fréttabréfið í tölvupósti

Stöðugt fjölgar þeim sem fá fréttabréfið sent í tölvupósti og er það töluverður sparnaður fyrir félagið, því póstburðargjöld, pappír og ljósritunarkostnaður fer stöðugt hækkandi.

Til að fá fréttabréfið sent í tölvupósti er þægilegast að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem  nafn og heimilisfang kemur fram.

 

Frá Kórnum

 

Breiðfirðingakórinn byrjaði vetrarstarfið af  miklum krafti undir stjórn  Judithar Þorbergsson  og er ljóst að veturinn lofar góðu.  Tók hann þátt í kóramóti   14. október ásamt 6 öðrum átthagakórum af Reykjavíkursvæðinu.   Breiðfirðingakórinn var fyrstur á svið og gaf þannig tóninn fyrir  glæsilega og vel heppnaða tónleika.  Í lokin sungu allir kórarnir saman 2 lög og má segja að krafturinn og gleðin frá öllu þessu söngglaða fólki hafi fyllt Háskólabíó.   Það er ljóst að þarna var hin besta skemmtun,  ekki  bara fyrir tónleikagestina  heldur líka fyrir okkur kórfélagana.  Nú er bara að halda þessu samstarfi  áfram og gera þetta að föstum viðburði í tónleikahaldi á Íslandi.

 

17. nóvember næstkomandi mun kórinn  standa fyrir bjórkvöldi í Breiðfirðingabúð og er ætlunin að fá annan kór til að vera með okkur.  Meiningin er að kórarnir syngi nokkur lög hvor í sínu lagi og síðan  2 lög saman.  Loks tekur við dans og önnur skemmtun fram á nótt og eru allir velkomnir.  Bjórkvöldið var í fyrsta skipti haldið í fyrra og var hin mesta skemmtun. Hvetjum við alla sem þetta lesa að drífa sig og taka með sér gesti.

 

Við erum  komin í jólaskap og farin að æfa jólalögin af miklum móð. Kórinn mun  syngja nokkur lög á hinum árlega aðventudegi fjölskyldunnar hjá Breiðfirðingafélaginu. Sú hátíð hefur verið sérstaklega vel sótt og er rómuð fyrir góðar veitingar og hátíðlegan og glaðlegan söng.  Árinu ljúkum við síðan með okkar skemmtilegu  jólatónleikum sem verða í Fella og Hólakirkju 16. desember kl.20:00  þar sem sungin verða bæði gömul og ný jólalög. Það er gott á lokasprettinum fyrir jól að loka á amstrið eina kvöldstund og gleyma sér við hátíðlegan söng.

 

Hvet ég fólk til að fjölmenna á sem flesta viðburði kórsins því fátt er meira gefandi en að hlusta á góða tónlist í góðara vina hópi.

 

Hlakka til að sjá ykkur sem flest.

F.h. Breiðfirðingakórsins

Halldóra K. Guðjónsdóttir, formaður.

 

Fréttabréf

BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS

Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511

5. tbl. sept. 2012 18. árgangur

Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson

 

Kæru félagsmenn

Þá eru fyrstu haustlitirnir farnir að sjást á trjánum, enda sumarið brátt á enda. Við í Breiðfirðingafélaginuvitum að þá færist líf í starfsemi félagsins eftir sumarfrí. Félagsstarfinu lauk formlega í maí en 5. júní var farið í Heiðmörkina. Sumarferð félagsins var farin að Breiðabliki 22. til 24. júní. Á laugardeginum var ekið frá Breiðabliki fyrir jökul. Fyrst var stoppað við kirkjuna á Búðum og þar sagði Sigurður Eggertsson frá ýmsum stöðum, sem yrðu á leið okkar í ferðinni fyrir jökul og sögum tengdum þeim. Þá var stoppað við höfnina á Arnarstapa og eftir það var ekið niður í Dritvík. Við Dritvík var drukkið kaffi og síðan haldið í Sjómannagarðinn á Hellisandi og hann skoðaður. Næst var stoppað í sögumiðstöðinni í Grundarfirði, þar sem Ingi Hans Jónsson sagði frá atvinnuháttum til sjós og lands fyrr á öldum. En hugum að dagskrá haustsins. Kórinn hóf æfingar 5. september og er búinn að fá nýjan kórstjóra, Judith Þorbergsson og verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst. Fyrsta spilakvöldið í bridge verður 16. september og félagsvistin byrjar viku síðar, þann 23. Prjónakaffið hefst 24. september og verður fimm sinnum til áramóta. Nánari upplýsingar um dagskrána er síðan að finna á næstu síðum.

Ég vil hvetja félagsmenn til að bjóða gestum með sér í Breiðfirðingabúð, svo þeir kynnist starfsemi félagsins.

Kær kveðja

Snæbjörn Kristjánsson, formaður

 

Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga:

               

                23. sept           Félagsvist stakur dagur

            30. sept            1. dagur í fjögurra daga keppni

              7. okt.            2. dagur í fjögurra daga keppni

            14. okt.            3. dagur í fjögurra daga keppni

            21. okt.            4. dagur í fjögurra daga keppni

            28. okt.            Félagsvist stakur dagur

              4. nóv.           1. dagur í fjögurra daga keppni

            11. nóv.           2. dagur í fjögurra daga keppni

            18. nóv.           3. dagur í fjögurra daga keppni

            25. nóv.           4. dagur í fjögurra daga keppni

 

Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14:00

Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000,- og önnur verðlaun kr. 2.500,- auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.

Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000,- fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið.

Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.

 

Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1000,-.

 

Bridge:

Við Breiðfirðingar og fleiri ætlum að spila á sunnudögum í vetur eins og áður. Fyrsta spilakvöldið er 16. september kl. 19.00 í Breiðfirðingabúð. Ekki þarf að skrá sig heldur einungis að mæta þegar ykkur langar til. Við ætlum að vera mjög umburðalynd og því er tækifæri fyrir þá sem óvanir eru að spila bridge að koma og æfa sig.

Æfingagjaldið er kr. 700.- pr. kvöld og er kaffi innifalið í verðinu.

 

 

Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð

 

Fram til áramóta verður prjónakaffið annan hvern mánudag, kl. 20:00 og byrjað verður 24. sept. og síðan dagana 8. okt., 22. okt., 5. nóv. og 19. nóv. Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747 og Sæunn í síma 864-2201.

Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu.

 

Vetrarfagnaður:

27. okt. Vetrarfagnaður hefst að þessu sinni kl. 20:30 með kjötsúpu, ef næg þátttaka fæst. Súpuna þarf að panta, fyrir miðvikudaginn 17. okt. hjá Þresti Elíassyni í síma 892-3068.

Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi frá kl. 22:00 – 02:00.

Súpa og dansleikur kr 2500,-  Dansleikur kr 1500,- .

 

Afmælisvikan:

11. – 18. nóv. Afmælisvika félagsins verður auglýst síðar.

 

Aðventudagur:

  2. des. Aðventudagur fjölskyldunnar hefst kl. 14:30.

 

Jólaball:

29. des. Jólatrésskemmtun fyrir alla fjölskylduna kl. 14:30.

 

Helstu atriði dagskrár eftir áramót:

 

26. jan.     Árshátíð á Þorra. Takið kvöldið frá strax.

  2. mars.  Dansleikur og skemmtun Breiðfirðingakórsins

16. mars.  Páskabingó, kl 14:30

13. apríl.  Vorfagnaður frá kl. 22:00 til 02:00

  5. maí.    Dagur aldraðra, kl 14:30

  4. júní.    Gróðursetningarferð í Heiðmörk.

21. til 23. júní.  Sumarferð félagsins.

 

 

Breiðfirðingakórinn

 

Breiðfirðingakórinn er nú að hefja sitt 15. starfsár og leitar eftir söngfólki til að taka þátt í skemmtilegu starfi. Allar raddir eru vel þegnar. Judith Þorbergsson er nýr kórstjóri en hún tók við af Hrönn Helgadóttur sem hefur stjórnað kórnum síðastliðin ár. Þakkar kórinn Hrönn fyrir ánægjulegt samstarf. Margt er framundan hjá kórnum og má þar nefna kóramót í október, tónleika í desember og apríl en fyrst og fremst ætlum við að skemmta okkur saman við söng og annan gleðskap.

Söngfólk nú er tækifærið til að koma í skemmtilegan kór. Áhugasamir hafi samband við Judith í síma 659 8635 eða netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórnin

 

Minningarkort Breiðfirðingafélagsins

Minningarkort Breiðfirðingafélagsins eru til sölu hjá Grétari Sæmundssyni í síma 551-0986 og hjá húsvörðum Breiðfirðingabúðar í síma 892-4511.

 

 

Fréttabréfið í tölvupósti

Stöðugt fjölgar þeim sem fá fréttabréfið sent í tölvupósti og er það töluverður sparnaður fyrir félagið, því póstburðargjöld, pappír og ljósritunarkostnaður fer stöðugt hækkandi.

Til að fá fréttabréfið sent í tölvupósti er þægilegast að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem  nafn og heimilisfang kemur fram.

 

Félag Breiðfirskra kvenna

Fundur félags Breiðfirskra kvenna, verður haldinn mánudaginn 1. okt. kl. 20,00 í Breiðfirðingabúð. Þórhallur miðill verður með skyggnilýsingar.

 

Additional information