Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

,,Nú er bjart um norðurslóð.’’

Vortónleikar Breiðfirðingakórsins

í Fella- og Hólakirkju 25 apríl kl 16:00

Nú svífum við á vængjum Sönggyðjunnar og flytjum ykkur fjölbreytta, létta og sérlega skemmtilega söngdagsskrá með lögum meðal annars eftir Bítlana, Bubba Mortens, Sigfús Halldórsson auk höfunda laga og ljóða vestan úr Dölum, ásamt margra annara höfunda. Þá verða flutt nokkur gullfalleg lög úr söngleikjum.

Einsöngvari með kórnum er Davíð Ólafsson, undirleikari Helgi Már Hannesson og stjórnandi Hrönn Helgadóttir.

Vorið er á næsta leiti og þá birtir á norðurslóðum og allir verða léttari í lund og því tilvalið að bregða sér á tónleika hjá Breiðfirðingakórnum í Fella- og Hólakirkju laugardaginn 25. apríl kl 16:00.

Boðið verður upp á kaffi og gos ásamt meðlæti í hléi.

Verð aðgöngumiða er kr. 2.000,- en í forsölu hjá kórfélögum kr. 1.500,- frítt fyrir 12 ára og yngri.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Breiðfirðingakórinn.

Additional information