Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
Sumarferð
Sumarferð félagsins verður farin að Skildi við Stykkishólm 26. til 28. júní.
Félagsheimilið Skjöldur í Helgafellssveit er um 8 km frá Stykkishólmi.
Matur:
Menn nesta sig sjálfir að öðru leyti en því að félagið mun sjá um sameiginlega grillmáltíð á laugardagskvöldinu og er hún innifalin í þátttökugjaldinu.
Þátttökugjald:
Til að greiða leigu á sameiginlegri aðstöðu, tjaldstæði og matinn á laugardagskvöldinu, verður kr. 3000.- fyrir fullorðna, en frítt fyrir börn, 14 ára og yngri. Þeir sem ekki gista greiða kr. 1700.-
Ferðir:
Gert er ráð fyrir að fólk verði á eigin bílum.
Farið verður í ferðir, sem er verið að skipuleggja.
Gisting:
Svefnpokagisting er í 25 m² herbergi og eru dínur á staðnum
Skráning:
Skráning í ferðina og pöntun á gistingu er hjá Ingu Hansdóttur í síma 567-1563 og 893-3349 Herði Rúnari Einarssyni í síma 892-4511 og Bjarnheiði Magnúsdóttur í síma 862-0546 og er um að gera að panta strax.
Það er mjög áríðandi að allir panti, þó að einungis sé mætt í matinn
Stjórnin þarf að vita þátttöku fyrir Þriðjudaginn 23. júní vegna matarinnkaupa ofl.