Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Breiðfirðingakórinn heldur vortónleika sína laugardaginn 17. apríl í Guðríðarkirkju í Grafarholti.

Tónleikarnir hefjast kl. 16. Dagskráin er fjölbreytt þar sem blandað er saman hefðbundnum íslenskum kórlögum og erlendum lögum af ýmsu tagi.

Einsöng með kórnum syngja þeir Davíð Ólafsson bassi og Stefán H. Stefánsson tenór. Stjórnandi kórsins er Judith Þorbergsson og um undirleik sér Helgi Már Hannesson.

Aðgangseyrir er aðeins kr. 2.000 og 1.500 í forsölu hjá kórfélögum. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Boðið verður upp á kaffi í hléi. Við hvetjum fólk til að skella sér í Guðríðarkirkju og njóta skemmtilegra tónleika með Breiðfirðingakórnum þann 17. apríl n.k.

Additional information