Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
Árshátíð á þorra
Hin árlega árshátíð Breiðfirðingafélagsins á þorra verður haldin í Breiðfirðingabúð, laugardaginn 22. janúar 2011.
Borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00, en húsið verður opnað kl.19:00.
Veislustjórar verða Jón Guðmundsson og Íris Sveinsdóttir.
Það verður spennandi að sjá upp á hverju þau Jón og Íris taka. Einnig verður danssýning.
Hljómsveit Hilmars Sverrissonar leikur fyrir dansi til kl. 02:00.
Miðaverð er kr. 5.000 kr. (sama verð og í fyrra). Þeir sem einungis koma á dansleikinn greiða kr. 1.500.
Tekið er við miðapöntunum hjá Þresti Elíassyni í síma 892-3068 og 561-1169.
Miðasalan fer síðan fram í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 16. janúar frá kl.16:30 til 18:30.
Einnig er hægt að sækja miða miðvikudaginn 19. janúar frá kl. 19:00 - 20:30.
Miðar sem ekki hafa verið sóttir í síðasta lagi 19. janúar verða seldir öðrum.
Félagsmenn Breiðfirðingafélagsins og gestir þeirra hafa
forgang að miðum til 16. janúar. Tryggið ykkur því miða og pantið strax því einungis eru 185 miðar í boði.