trippel c s piller http://norgepiller.com/kjop-cialis/ hvor lenge du vil beholde medisinske poster

Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Vísnakvöld þriðjudaginn 4. okt. 2011

Vísnakvöld verður haldið í Breiðfirðingabúð þriðjudaginn 4. október.

Samkoman hefst kl. 20:00 (húsið verður opnað kl. 19:30)

Dagskráin verður í aðalatriðum sem hér segir:

Þórður Helgason dósent flytur fyrirlestur sem nefnist Rímnamál á 19. öld.

Steindór Andersen kveður rímur.

Sigrún Haraldsdóttir, hestakona og hagyrðingur, fjallar um hestavísur.

Kynnt verða handritsdrög að vísnabók þar sem ort er á léttu nótunum.

Sonnettusveigar verða skoðaðir. Afar fáir íslenskir sonnettusveigar eru til en þeim hefur fjölgað nokkuð undanfarið.

 

Ort á staðnum. Í upphafi samkomunnar verða sett fram yrkisefni og viðstaddir fá tækifæri til að sýna kunnáttu sína í vísnagerð. Þetta verða bæði fyrripartar til að botna og efni til að gera skil í heilli vísu. Dómnefnd verður á staðnum og vísurnar metnar áður en kvöldið er liðið. Bókaútgáfan Hólar veitir vegleg bókaverðlaun.

 

Inn á milli atriða verður farið með vísur og sagðar sögur. Gestum verður gefinn kostur á að tjá sig í pontunni ef þeir luma á góðri vísu eða stuttu skemmtilegu kvæði.

 

Þeir sem mæta á vísnakvöldið mega spreyta sig á að gera botna við þessa fyrriparta:

 A:  Alltaf hefur íslenskt fólk

      elskað góðar vísur.

 B:   Kvæðin skapa andans auð

      óðarsmíð er venja góð.

        

eða að yrkja vísu, eða stutt kvæði, um eftirtalin efni:

 A:  Hvað er best við haustið?

 B:  Hvað viltu fá út úr vísnakvöldinu?

 

Úrlausnum skal skila við innganginn þegar mætt er á staðinn. Fyrir þetta verða veitt sérstök verðlaun.

 Með bestu kveðjum

Ragnar Ingi

Additional information