trippel c s piller http://norgepiller.com/kjop-cialis/ hvor lenge du vil beholde medisinske poster

Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Vísnakvöld þriðjudaginn 1. nóv.

Vísnakvöld verður haldið í Breiðfirðingabúð þriðjudaginn 1. nóvember.

Samkoman hefst kl. 20:00 (húsið verður opnað kl. 19:30)

Dagskráin verður í aðalatriðum sem hér segir:

Njáll Sigurðsson flytur erindi sem hann kallar Eldri og yngri hefð í flutningi rímna

Kristján Hreinsson flytur frumortar vísur. 

Jón Ingvar kynnir handritsdrög að vísnabók þar sem ort er eins og honum einum er lagið.

Kristján Eiríksson kynnir vísnavefinn Braga.

Rósa Jóhannesdóttir syngur þjóðlög og leikur á fiðlu.

Ort á staðnum. Í upphafi samkomunnar verða sett fram yrkisefni og viðstaddir fá tækifæri til að sýna kunnáttu sína í vísnagerð. Þetta verða bæði fyrripartar til að botna og efni til að gera skil í heilli vísu. Dómnefnd verður á staðnum og vísurnar metnar áður en kvöldið er liðið. Skólavefurinn veitir vegleg bókaverðlaun.

Inn á milli atriða verður farið með vísur og sagðar sögur. Gestum verður gefinn kostur á að tjá sig í pontunni ef þeir luma á góðri vísu eða stuttu skemmtilegu kvæði.

Þeir sem mæta á vísnakvöldið mega spreyta sig á að gera botna við þessa fyrriparta:

A:  Laðar haustsins litaskrúð

      ljóð í huga mætri þjóð.

B:   Oft mig hefur illa dreymt

       eftir gleðistundir.    

 

eða að yrkja vísu, eða stutt kvæði, um eftirtalin efni:

A:  Áhugaverður pólitíkus (lýsing).

B:  Hvað finnst þér skemmtilegast að iðja?

Úrlausnum skal skila við innganginn þegar mætt er á staðinn. Fyrir þetta verða veitt sérstök verðlaun.

 

Með bestu kveðjum

Ragnar Ingi

Aðgangseyrir er kr. 500 og er kaffi innifalið.

Additional information