Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
Hagyrðingakvöld 17. nóv. 2011
Hagyrðingakvöldið var haldið 17. nóv og var undir stjórn Níelsar Árna Lund.
Hagyrðingar voru: Hermann Jóhannsson, Jón Kristjánsson, Kristján Jóhann Jónsson og Sigrún Haraldsdóttir.
Þetta var gæða-hagyrðingakvöld, vel ortar og skemmtilegar vísur.
Hér koma tvær vísur frá Hermanni Jóhannessyni.
Sú fyrri er um vegagerðina á Vestfjörðum:
Það er dugandi fólk og vinnusamt fyrir vestan
vasklegir piltar og stúlkurnar hressar og frjálsar
að sjálfsögðu vilja menn veg þeirra allra sem mestan
en vegurinn kemur nú samt ekki strax, - góðir hálsar!
Svo er það vísan um samtökin „Stóru systur“ og þeirra markmið:
Sigga stóra systir mín
situr oft við netið.
Hún er að gabba gömul svín
sem girnast lambaketið.