trippel c s piller http://norgepiller.com/kjop-cialis/ hvor lenge du vil beholde medisinske poster

Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Vísnakvöld þriðjudaginn 7. feb. 2012

Vísnakvöld verður haldið í Breiðfirðingabúð þriðjudaginn 7. febrúar.

Samkoman hefst kl. 20:00 (húsið verður opnað kl. 19:30).

Dagskráin verður í aðalatriðum sem hér segir:

Ragnar Ingi Aðalsteinsson flytur fyrirlestur um ýmsar gerðir vísna.

Kristján Eiríksson fjallar um skáldskap Gísla Ólafssonar á Eiríksstöðum.

Ingibjörg B. Frímannsdóttir flytur stutt erindi. Smekkur æskunnar. Hvers konar ljóð velja grunnskólanemar sjálfir í stóru upplestrarkeppninni?

Sitthvað fleira verður til skemmtunar sem kynnt verður síðar.

Eins og áður verður ort á staðnum. Sett verða fram yrkisefni og viðstaddir fá tækifæri til að sýna kunnáttu sína í vísnagerð. Þetta verða bæði fyrripartar til að botna og efni til að gera skil í heilli vísu. Vísurnar verða metnar af dómnefnd áður en kvöldið er liðið.

Inn á milli atriða verður farið með vísur og sagðar sögur. Gestum verður gefinn kostur á að tjá sig í pontunni ef þeir luma á góðri vísu eða stuttu skemmtilegu kvæði.

Þeir sem mæta á vísnakvöldið mega spreyta sig á að gera botna við þessa fyrriparta:

A:  Blautur snjór um bæinn hleðst,

      byljakórinn syngur.

B:   Pestir gera margan mát

      margur lasinn bælir flet.

eða að yrkja vísu, eða stutt kvæði, um eftirtalin efni, annað eða bæði:

C:  Pólitísk framtíð Íslands.

D:  Hver var besta jólabókin?

Úrlausnum skal skila við innganginn þegar mætt er á staðinn.

Bókaútgáfan Hólar veitir vegleg bókaverðlaun fyrir bestu vísurnar eða glæsilegustu botnana.

 Með bestu kveðjum

Ragnar Ingi

Aðgangseyrir er kr. 500 og er kaffi innifalið.

Additional information