trippel c s piller http://norgepiller.com/kjop-cialis/ hvor lenge du vil beholde medisinske poster

Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Vísnakvöld þriðjudaginn 6. mars 2012

Vísnakvöld verður haldið í Breiðfirðingabúð þriðjudaginn 6. mars. Samkoman hefst kl. 20:00 (húsið verður opnað kl. 19:30).

 

Dagskráin verður í aðalatriðum sem hér segir:

 

Upplestur og kynning. Magnús Stefánsson kynnir ljóðabókaútgáfu Félags ljóðaunnenda á Austurlandi.

 

Ragnar Ingi Aðalsteinsson flytur stutta tölu um rím (frumframhent, frumsamhent, hálfhent, víxlframhent, alhent, síðframhent, víxlalhent, frumbakhent, síðbakhent, hályklað, frumstiklað, skárímað, mishent, þráhent og síðhent).

 

Kynning á samstarfi Árnastofnunar og héraðsskjalasafna. Um söfnun og birtingu kveðskapar á netinu. Bjarki M. Karlsson og Kristján Eiríksson.

 

Öryrkjar bregða á leik. Helgi Zimsen og Jón Ingvar Jónsson svara fyrirspurnum úr salnum í bundnu máli.

 

Dallilja Sæmundsdóttir sér um tónlistaratriði.

 

Eins og áður verður ort á staðnum. Sett verða fram yrkisefni og viðstaddir fá tækifæri til að sýna kunnáttu sína í vísnagerð. Þetta verða bæði fyrripartar til að botna og efni til að gera skil í heilli vísu. Vísurnar verða metnar af dómnefnd áður en kvöldið er liðið.

Inn á milli atriða verður farið með vísur og sagðar sögur. Gestum verður gefinn kostur á að tjá sig í pontunni ef þeir luma á góðri vísu eða stuttu skemmtilegu kvæði.

 

Þeir sem mæta á vísnakvöldið mega spreyta sig á að gera botna við þessa fyrriparta:

 

A:  Vissulega von sem brást,

      veldur trega stórum.

 

B:   Löngum engu öðru lík

      er hún, þessi pólitík.

       

eða að yrkja vísu, eða stutt kvæði, um eftirtalin efni, annað eða bæði:

 

C:  Fiskveiðistjórnunarkerfið.

 

D:  Ísland sem ferðamannaland.

 

Úrlausnum skal skila við innganginn þegar mætt er á staðinn.

Félag ljóðaunnenda á Austurlandi veitir vegleg bókaverðlaun fyrir bestu vísurnar eða glæsilegustu botnana.

Með bestu kveðjum

Ragnar Ingi

Aðgangseyrir er kr. 500 og er kaffi innifalið

Additional information