Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 2. tbl. febr. 2013 19. árg. er komið út.
Fréttabréf
BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS
Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511
2. tbl. febr. 2013 19. árgangur
Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson
Kæru félagsmenn
Þá er janúarmánuður liðinn og sólin farin að hækka á lofti. Senn líður að aðalfundi félagsins, en hann verður haldinn í Breiðfirðingabúð, fimmtudaginn 21. febrúar, kl 20:30. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta. Eins og ævinlega mun Félag Breiðfirskra kvenna sjá um kaffi og meðlæti. Kjörnefnd skipa þau: Hildur Óskarsdóttir, s: 868-2795, Bjarnheiður Magnúsdóttir, s: 862-0546 og Margrét Jóhannsdóttir s: 847-9974. Hafið samband við eitthvert þeirra vegna framboðs til stjórnar. Starfsemi félagsins er nú í fullum gangi og gengur vel. Í lok febrúar hefst spurningakeppni átthagafélaganna í Reykjavík, sem haldin verður í Breiðfirðingabúð, sjá nánar á næstu síðu. Félagsvist er spiluð á sunnudögum og bridge á sunnudagskvöldum. Þátttaka í spilum hefur verið góð í vetur. Prjónakaffið heldur sínu striki og er alltaf vel sótt. Árshátíð á þorra var haldin í Breiðfirðingabúð 21. janúar og tókst mjög vel. Veislustjóri var Níels Árni Lund. Einnig voru sýndar listir með húlla hopp hringi. Hljómsveitin Klassik lék fyrir dansi. Ég vil fyrir hönd félagsins þakka öllum, sem stóðu að árshátíðinni, fyrir frábæra skemmtun. Margt er enn á dagskrá félagsins, þar má nefna t.d. dansleik og skemmtun hjá Breiðfirðingakórnum, Páskabingó, Vorfagnað og svo að sjálfsögðu dag aldraðra, sjá nánar á næstu síðu.
Kær kveðja
Snæbjörn Kristjánsson, formaður
Spurningakeppni átthagafélaganna 2013
Öflugustu átthagafélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið sig saman og efna til spurningakeppni.
Alls taka 16 átthagafélög þátt í keppninni:
Árnesingafélagið, Átthagafélag Héraðsmanna, Átthagafélag Sléttuhrepps, Átthagafélag Strandamanna, Barðstrendingafélagið, Breiðfirðingafélagið, Dýrfirðingafélagið, Félag Djúpmanna, Húnvetningafélagið, Norðfirðingafélagið, Siglfirðingafélagið, Skaftfellingafélagið, Stokkseyringafélagið, Súgfirðingafélagið, Vestfirðingafélagið og Önfirðingafélagið
Sú hugmynd vaknaði að endurvekja spurningakeppni átthagafélaganna sem haldin var í nokkur ár í kringum aldamótin síðustu. Þar sem spurningakeppnir eru „í tísku“ núna, samanber Útsvar og öll PubQuiz-in, gæti það verið tilvalinn vettvangur til að vekja athygli á átthagafélögunum og virkja meðlimi þeirra. Ekki síst að fá unga fólkið til að taka þátt. Hugmyndin er því að hafa keppnina létta og skemmtilega, ekki of fræðilega. Keppnin verður haldin í Breiðfirðingabúð, hefst 28. febrúar og lýkur á síðasta vetrardag. Höfundur spurninga er Gauti Eiríksson, grunnskólakennari.
Keppnirnar verða 28. febrúar, 7. mars, 21. mars, 11. apríl og 24. apríl og munu byrja klukkan 20, húsið opnar 19:30.
Bridge verður spilað eftirtalda daga í Breiðfirðingabúð kl. 19.oo
10. febrúar Tvímenningur 4 af 5
17. febrúar Tvímenningur 5 af 5
24. febrúar Tvímenningur
03. mars Hraðsveitarkeppni 1 af 3
10. mars Hraðsveitarkeppni 2 af 3
17. mars Hraðsveitarkeppni 3 af 3
24. mars Barómeter páskamót
07. apríl Tvímenningur
14. apríl Tvímenningur
21. apríl Tvímenningur keppni 1 af 3
28. apríl Tvímenningur keppni 2 af 3
05. maí Tvímenningur keppni 3 af 3
og aðalfundur
Aðgangseyrir kr. 700.-
Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð:
Prjónakaffið eftir áramót verður mánudagana 11. febr. 25. febr. 11. mars, 25. mars og 8. apríl kl. 20:00. Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747 og Sæunn í síma 864-2201.
Takið með ykkur handavinnu og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu.
Helstu atriði dagskrár eftir áramót:
2. mars. Dansleikur og skemmtun Breiðfirðingakórsins
16. mars. Páskabingó, kl 14:30
13. apríl. Vorfagnaður frá kl. 22:00 til 02:00
5. maí. Dagur aldraðra, kl 14:30
4. júní. Gróðursetningarferð í Heiðmörk.
21. til 23. júní. Sumarferð félagsins að Logalandi í Borgarfirði.
Félagsvist verður spiluð eftirtalda daga í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14
17. febrúar Keppni 1 af 4
24. febrúar Keppni 2 af 4
03. mars Keppni 3 af 4
10. mars Keppni 4 af 4
17. mars Stakur dagur
24. mars Keppni 1 af 4
07. apríl Keppni 2 af 4
14. apríl Keppni 3 af 4
21. apríl Keppni 4 af 4
Aðgangseyrir kr. 1000.-
Veglegar kaffiveitingar að spilum loknum.
Heimasíða Breiðfirðingafélagsins:
Heimasíða félagsins www.bf.is hefur nú verið endurnýjuð.
Unnið er að því að koma öllu efni af gömlu síðunni yfir á þá nýju.
Kórfréttir.
Kórinn er byrjaður að æfa dagskrána sem verður á vortónleikunum í Langholtskirkju 13. apríl. Marta Guðrún Halldórsdóttir messosópran mun syngja einsöng með okkur þar. Á tónleikunum verða flutt lög sem kórinn hefur sungið áður en þó verða þar lög sem ekki hafa verið á dagskrá síðustu ár. Við getum alveg reiknað með skemmtilegum og góðum tónleikum þar.
2. mars verður kórballið í Breiðfirðingabúð kl. 21. Þar verða ótal skemmtiatriði í boði kórfélaga að vanda. Einnig mun hljómsveitin Hafrót leika fyrir dansi sem mun duna eins lengi og barinn verður opinn. Þessi böll hafa verið hin besta skemmtun þannig að ég bið fólk að forðast það í lengstu lög að láta það framhjá sér fara.
26. – 28. apríl verður síðan lagt upp í ferð til Akureyrar. Þar verður sungið í Hofi bæði kórinn einn og eins með kirkjukór úr Eyjafirði. Einnig verður hátíðarkvöldverður á hótelinu þar sem, ef ég þekki félagana rétt, mun einhver troða upp með gamanmáli og eða söng.
Af framantöldu má sjá að það er margt framundan hjá kórnum og ljóst að enginn þarf að láta sér leiðast sem tekur þátt í starfinu. Ég hlakka til þessara viðburða enda eru það þeir sem gera vinnuna á undan þess virði að leggja hana á sig.
Kveðjur.
Halldóra.
Aðalfundarboð
Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins verður haldinn í
Breiðfirðingabúð fimmtudaginn 21. febrúar 2013
og hefst stundvíslega kl. 20:30
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Kaffiveitingar