Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 5. tbl. september. 2014 20. árg. er komið út.

Fréttabréf
BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS
Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511
5. tbl. sept. 2014 20. árgangur
Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson

Kæru félagsmenn
Þá er sumarið brátt á enda og með hausti færist líf í starfsemi félagsins eftir sumarfrí. Félagsstarfinu lauk formlega í maí en 3. júní var farið í Heiðmörkina og gróðusettar plöntur og hlúð að trjánum. Það vakti athygli hve mikið af plöntum sem gróðursettar hafa verið síðustu árin hafa dafnað vel. Sumarferð Breiðfirðingafélagsins 2014 var farin að Árbliki dagana 27. - 29. júní. Flestir mættu á  föstudeginum og var komið saman í húsinu um kvöldið. Þar var mikið spjallað og síðan léku Birgir Kristjánsson á harmonikku og Hilmar Knútsson á gítar. Á laugardeginum var ekið fyrir Gilsfjörð og fyrst stoppað í Ólafsdal og safnið skoðað. Þaðan var ekið í átt að Góustöðum  og drukkið kaffi í grasbala ofan við veginn. Síðan var farið í Króksfjarðarnes á handverkssýningu og sumir skoðuðu Arnarsetrið. Á leiðinni til baka var stoppað á Skriðulandi. Eftir ferðina var spilað bingó. Síðan var grillað að vanda og tókst það mjög vel. Þá kom hljómsveitin Traustir vinir og skemmti fram á nótt.
Vetrardagskráin hefst síðan 21. september en þá hefst Bridge, síðan félagsvist þann 28. september og prjónakaffið 29. sept. Þann 18. október verður dansleikur í Breiðfirðingabúð, sem er í samstarfi við Strandamenn og vonandi sjáum við sem flesta. Nánari upplýsingar um dagskrána á næstu blaðsíðum og einnig á www.bf.is.
Kær kveðja
Snæbjörn Kristjánsson, formaður

Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga:

28. sept.  Félagsvist stakur dagur

 5. okt.   1. dagur í fjögurra daga keppni

12. okt.  2. dagur í fjögurra daga keppni

19. okt.  3. dagur í fjögurra daga keppni

26. okt.  4. dagur í fjögurra daga keppni

  2. nóv.  Félagsvist stakur dagur

  9. nóv. 1. dagur í fjögurra daga keppni

16. nóv. 2. dagur í fjögurra daga keppni

23. nóv. 3. dagur í fjögurra daga keppni

30. nóv. 4. dagur í fjögurra daga keppni

Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14:00

Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000,- og önnur verðlaun kr. 2.500,- auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.

Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000,- fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið.

Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.

Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1200,-.

Dansleikur: Breiðfirðingafélagið og Strandamenn halda sameiginlegan dansleik í Breiðfirðingabúð, laugardaginn 18. október frá kl. 22:00 - 02:00. Húsið opnar 21:30. Allir velkomnir.

Afmælisvikan: 16. – 23. nóv. Afmælisvika félagsins verður auglýst síðar.

Aðventudagur: 7. des. Aðventudagur fjölskyldunnar hefst kl. 14:30.

Jólaball: 27. des. Jólatrésskemmtun fyrir alla fjölskylduna kl. 14:30.

Helstu atriði dagskrár eftir áramót:

24. jan.     Árshátíð á Þorra. Takið kvöldið frá strax.

21. mars.   Páskabingó, kl 14:30

 3. maí.     Dagur aldraðra, kl 14:30

 2. júní.     Gróðursetningarferð í Heiðmörk.

26. til 28. júní. Sumarferð félagsins.

Breiðfirðingafélagið Bridgedeild

Kæru spilafélagar.

Nú er vetrarstarfið að hefjast og verður spilað á sunnudögum kl. 19:00. Fyrsta spilakvöldið verður sunnudagskvöldið 21. september og hefst kl. 19:00. Þetta fyrsta kvöld verður tvímenningur. Sjá dagskrá hér fyrir neðan.   Spilakvöldið kostar kr. 900 og er kaffi og te innifalið. Síðasti spiladagur fyrir jól verður 7. desember. Vonumst til að sjá sem flesta. Hvetjum félaga okkar til að taka með sér nýja spilamenn. Hjá okkur er upplagt að byrja að æfa sig að spila Bridge. Allir velkomnir.

Kveðja

Stjórn Bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins

Spilakvöldin fram að jólum:

21. Sept. Tvímenningur   

28. Sept. Tvímenningur keppni 1 af 4

05. Okt.  Tvímenningur keppni 2 af 4

12. Okt.  Tvímenningur keppni 3 af 4

19. Okt.  Tvímenningur keppni 4 af 4

26. Okt.  Tvímenningur   

02. Nóv.  Tvímenningur   

09. Nóv.  Tvímenningur keppni 1 af 4

16. Nóv.  Tvímenningur keppni 2 af 4

23. Nóv.  Tvímenningur keppni 3 af 4

30. Des.  Tvímenningur keppni 4 af 4

07. Des.  Tvímenningur

Í 4 kvölda tvímenningi eru tekin 3 bestu skiptin og eru verðlaunapeningar fyrir 3 efstu sætin.

Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð

Fram til áramóta verður prjónakaffið annan hvern mánudag, kl. 20:00 og byrjað verður 29. sept. og síðan dagana 13. okt., 27. okt., 10. nóv. og 24. nóv. Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747, Sæunn í síma 864-2201 og Jófríður í síma 862-6414.

Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu.

Breiðfirðingakórinn

Vetur, sumar, vor og haust

Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég kvaddi kórfélagana að loknu góðu vetrarstarfi með ósk um gleðilegt sumar, já tíminn líður hratt og nú er kórstarfið að byrja enn og aftur.

Það verður glaðbeittur hópur sem hittist í Breiðfirðingabúð 17. september, á fyrstu kóræfingu þessa starfsárs þar sem raddböndin verða hituð upp fyrir veturinn.  

Vetrarstarfið verður fjölbreytt og skemmtilegt líkt og undanfarin ár, jólatónleikar, vortónleikar, sungið á aðventudegi fjölskyldunnar og degi aldraðra svo eitthvað sé nefnt.

Lagavalið verður í senn fjölbreytt og hátíðlegt, allt eftir stað og stund. Já, við syngjum um lífið og björtu hliðarnar á ævinnar braut undir dyggri stjórn Julian M. Hewlett en þetta verður hans annað ár með kórinn.

Lengi getur maður á sig blómum bætt og nú eins og fyrr er pláss fyrir nýjar raddir í kórnum. Ekki hika, við tökum vel á móti nýju fólki og lofum skemmtilegum og gefandi félagsskap.

Einnig hlakka ég til að sjá sem flesta á tónleikum og öðrum uppákomum kórsins í vetur.

Góðar kveðjur til ykkar allra

Halldóra formaður.

Additional information