Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
Nýr Breiðfirðingur
Ákveðið hefur verið að hefja útgáfu Breiðfirðings á nýjan leik eftir nokkurra ára hlé. Næsta hefti, sem er hefti ársins 2015, kemur út á vormánuðum þess árs. Lögð verður áhersla á að ná til ALLRA byggðarlaga við Breiðafjörð.
Ritstjóri er Svavar Gestsson.
Haft verður samband við trúnaðarmenn tímaritsins í byggðarlögunum á næstu vikum en hlutverk þeirra verður að afla áskrifenda og að selja auglýsingar í ritinu. Í heftinu sem kemur út á næsta vori verður kynning á öllum þéttbýlisstöðum við Breiðafjörð auk annars efnis.
Gert er ráð fyrir því að áskriftargjaldið verði eitt þúsund og eitt hundrað krónur á ári.
Þeir sem vilja kynnast nýjum Breiðfirðingi eða að gerast áskrifendur eru beðnir um að senda nafn sitt og heimilisfang og aðrar nauðsynlegar upplýsingar á Breiðfirðingur áskrift.
Áttu efni?
Þeir sem eiga efni í fórum sínum sem þeir vildu gjarnan koma á framfæri við ritið eru beðnir um að senda upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Póstföng eru: Breiðfirðingur, Faxafeni 14, 108 Reykjavík eða Breiðfirðingur, c/o Svavar Gestsson, Mávahlíð 30, 108 Reykjavík.