trippel c s piller http://norgepiller.com/kjop-cialis/ hvor lenge du vil beholde medisinske poster

Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 6. tbl. nóvember. 2014 20. árg. er komið út.

Fréttabréf
BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS
Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511
6. tbl. nóv. 2014 20. árgangur
Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson

 

Kæru félagsmenn
Nú er haustið komið, en það er svolítið óvenjulegt, því nú eru uppi eldar í Holuhrauni og mengun frá þeim að angra okkur. Þegar sést til sólar slær rauðum blæ á hana, trúlega vegna mengunarinnar, Þó að náttúruöflin séu að minna okkur á sig er mikið líf í dagskrá félagsins. Aðsókn að félagsvistinni hefur verið mjög góð og hefur verið spilað á allt að 20 borðum. Alltaf eru að birtast ný andlit við spilaborðin, bæði ungir sem aldnir og ekki má gleyma þeim sem sjaldan láta sig vanta. Bridge hófst 21. september og er spilað á 10 - 13 borðum. Prjónakaffið hefur verið líflegt í haust og er mæting ágæt og þar erum við að sjá þrjár kynslóðir komnar saman. Afmælisgangan verður laugardaginn 15. nóvember og verður gengið frá Breiðfirðingabúð kl. 14:00. Að göngu lokinni verður boðið upp á kaffi. Einnig verða sýndar myndir frá sumarferðum félagsins árin 1983 og 1984 sem Eggert Kristmundsson tók og gaf félaginu. Hagyrðingakvöldið verður fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20:00, og er nú í samstarfi við Barðstrendingafélagið. Æfingar hjá kórnum ganga vel, og er þegar byrjað að æfa jólalögin. Kórinn heldur sína árlegu jólatónleika í Neskirkju sunnudaginn 14. desember. Aðventudagur fjölskyldunnar verður haldinn 7. desember, og verður með sama sniði og undanfarin ár og jólaballið verður síðan 27. desember. Nú er hafinn undirbúningur að spurningakeppni átthagafélaga sem hefst í byrjun febrúar. Að minnsta kosti 16 átthagafélög taka þátt í keppninni og verður hún sýnd á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Nánari upplýsingar um dagskrána á næstu blaðsíðum og einnig á www.bf.is.
Kær kveðja
Snæbjörn Kristjánsson, formaður

 

Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga:

 

   9. nóv. 1. dagur í fjögurra daga keppni
 16. nóv. 2. dagur í fjögurra daga keppni
 23. nóv. 3. dagur í fjögurra daga keppni
 30. nóv. 4. dagur í fjögurra daga keppni

 

Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14:00
Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000,- og önnur verðlaun kr. 2.500,- auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.
Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000,- fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið.
Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.
Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1200,-.
Fyrsti spiladagur eftir áramót er 11. janúar 2015.

 

Gönguferð frá Breiðfirðingabúð, 15. nóv. kl. 14:00
Mæting í gönguferðina er í Breiðfirðingabúð og verður lagt af stað kl.14:00. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur að göngu lokinni í Breiðfirðingabúð kl. 15:00.
Samhliða kaffinu verður myndasýning, þar sem sýndar verða myndir m.a. frá sumarferð í Þórsmörk 1983 og til Vestmannaeyja 1984.

 

Hagyrðingakvöld, 20. nóv. kl. 20:00
Hagyrðingakvöldið, sem er í samstarfi við Barðstrendingafélagið verður undir stjórn Jóhönnu Fríðu Dalkvist.
Hagyrðingar eru:
Einar Óskarsson, Guðmundur Arnfinnsson, Hjörtur Þórarinsson , Jóhannes Gíslason, Jón Kristjánsson, Ólína Gunnlaugsdóttir, Ólína Kristín Jónsdóttir
Fleiri bætast ef til vill í hópinn.
Miðaverð er kr. 1000.- (kaffi og meðlæti innifalið í verði).

 

Breiðfirðingafélagið Bridgedeild
Kæru spilafélagar.
Vetrarstarfið gengur vel og er spilað á sunnudögum kl. 19:00.   Spilakvöldið  kostar  kr. 900 og er kaffi og te innifalið. Síðasti spiladagur fyrir jól verður 7. desember. Vonumst til að sjá sem flesta. Hvetjum félaga okkar til að taka með sér nýja spilamenn. Hjá okkur er upplagt að byrja að æfa sig að spila Bridge. Allir velkomnir.
Kveðja
Stjórn Bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins

 

Spilakvöldin fram að jólum:    
 09. Nóv.  Tvímenningur keppni 1 af 4 
 16. Nóv.  Tvímenningur keppni 2 af 4 
 23. Nóv.  Tvímenningur keppni 3 af 4 
 30. Nóv.  Tvímenningur keppni 4 af 4 
 07. Des.  Tvímenningur
Í 4 kvölda tvímenningi eru tekin 3 bestu skiptin og eru verðlaunapeningar fyrir 3 efstu sætin.
Fyrsti spiladagur eftir áramót er 11. janúar 2015.

 

Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð
Fram til áramóta verður prjónakaffið annan hvern mánudag, kl. 20:00 dagana 10. nóv. og 24. nóv. Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747, Sæunn í síma 864-2201 og Jófríður í síma 862-6414. Eftir áramót hefst prjónakaffið síðan 12. janúar. Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu.

 

Aðventudagur: 7. des. Aðventudagur fjölskyldunnar hefst kl. 14:30.

 

Jólaball: 27. des. Jólatrésskemmtun fyrir alla fjölskylduna kl. 14:30.

 

Helstu atriði dagskrár eftir áramót:
24. jan.      Árshátíð á Þorra. Takið kvöldið frá strax.
21. mars.   Páskabingó, kl 14:30
  3. maí.     Dagur aldraðra, kl 14:30
  2. júní.     Gróðursetningarferð í Heiðmörk.
26. til 28. júní.  Sumarferð félagsins.

 

Líður að tíðum, líður að helgum tíðum

Kórinn hóf sitt 18 starfsár nú í haust af miklum krafti. Líkt og fyrri ár var byrjað að æfa lög fyrir vortónleikana sem að vanda fjalla um ævintýri og fegurð nátturunnar vor og sumar. En nú er vetur konungur genginn í garð og aðventan á næsta leiti. Það má segja að íslenskt tónlistarlíf hreinlega springi út á aðventunni og hefur sennilega aldrei verið jafnmikið úrval af tónleikum og þetta árið. Því ætti enginn að vera í vandræðum að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem það er klassískir- , dægurlaga- eða kóratónleikar. Af þessum sökum verður að vanda valið og í því sambandi má ekki gleyma öllum þeim kórum og sönghópum sem skipaðir eru áhugafólki um söng. 

 

Breiðfirðingakórinn er skipaður einstaklingum sem finnst gaman að syngja og vilja með því gleðja unga sem aldna. 

 

Jólatónleikar Breiðfirðingakórsins hafa ávallt verið hátíðlegir og til þess gerðir að fá tónleikagesti til að gleyma  amstri dagsins eina kvöldstund. Í ár verður engin undantekning þar á enda jólalögin æfð af kappi þessa dagana. Kórinn mun hita upp fyrir jólatónleikana á aðventudegi fjölskyldunnar 7. desember í Breiðfirðingabúð en jólatónleikarnir verða að þessu sinni í Neskirkju 14. desember kl.20:00.

 

Að auki mun kórinn mæta á Laugaveginn í jólaamstrinu 20. og 23. desember, og gleðja úrvinda miðbæjargesti í leit að jólagjöfum.

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest 14. desember í Neskirkju.

 

Breiðfirðingakórinn.

Nýr
Breiðfirðingur

Ákveðið hefur verið að hefja útgáfu Breiðfirðings á nýjan leik eftir nokkurra ára hlé. Næsta hefti, sem er hefti ársins 2015, kemur út á vormánuðum þess árs. Lögð verður áhersla á að ná til ALLRA byggðarlaga við Breiðafjörð.

Ritstjóri er Svavar Gestsson.

Haft verður samband við trúnaðarmenn tímaritsins í byggðarlögunum á næstu vikum en hlutverk þeirra verður að afla áskrifenda og að selja auglýsingar í ritinu. Í heftinu sem kemur út á næsta vori verður kynning á öllum þéttbýlisstöðum við Breiðafjörð auk annars efnis.
Gert er ráð fyrir því að áskriftargjaldið verði eitt þúsund og eitt hundrað krónur á ári.

Þeir sem vilja kynnast nýjum Breiðfirðingi eða að gerast áskrifendur eru beðnir um að senda nafn sitt og heimilisfang og aðrar nauðsynlegar upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Áttu efni?

Þeir sem eiga efni í fórum sínum sem þeir vildu gjarnan koma á framfæri við ritið eru beðnir um að senda upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Póstföng eru: Breiðfirðingur, Faxafeni 14, 108 Reykjavík eða Breiðfirðingur, c/o Svavar Gestsson, Mávahlíð 30, 108 Reykjavík.

 

Additional information