Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

 Hagyrðingakvöldið var haldið, 20. nóv. sl.

Hagyrðingakvöldið, var að þessu sinni í samstarfi við Barðstrendingafélagið og tókst mjög vel.
Jóhanna Fríða Dalkvist stjórnaði kvöldinu af miklum skörungsskap.


Hagyrðingar voru:
Einar Óskarsson, Hjörtur Þórarinsson, Jóhannes Gíslason, Jón Kristjánsson, Ólína Gunnlaugsdóttir og Ólína Kristín Jónsdóttir.
Einnig voru lesnar vísur frá Guðmundi Arnfinnssyni.

Margir botnar bárust við fyrriparta og var vandasamt hjá dómnefndinni að velja þá bestu. Í dómnefnd voru þær Jóhanna Fríða Dalkvist og Aðalheiður Hallgrímsdóttir.
Að þeirra mati átti Hlíf Kristjánsdóttir besta botninn.

Hér eru tveir góðir frá Hlíf:

Kannski undir Bárðarbungu
blæs í glæður Kölski sjálfur.
Lyfti fargi fjandi þungu
er fokið gæti um lönd og álfur.

Inn til dala, út við sjó
allir sitja og prjóna.
Sveita kona sat þó sljó
á sjónvarpið að góna.

Ég vil, fyrir hönd Breiðfirðingafélagsins, þakka Barðstrendingum kærlega fyrir kvöldið.
Snæbjörn Kristjánsson

 

 

Additional information