trippel c s piller http://norgepiller.com/kjop-cialis/ hvor lenge du vil beholde medisinske poster

Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 3. tbl. apríl. 2015 21. árg. er komið út.

Fréttabréf   

BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS

Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511

3. tbl. apríl. 2015 21. árgangur

Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson

Kæru félagsmenn

 

Nú er greinilegt að vorið er á næsta leiti. Aðalfundur félagsins er nýafstaðinn og vil ég þakka það mikla traust sem mér er sýnt með því að kjósa mig aftur sem formann. Breyting var gerð á lögum félagsins, þannig að nú eru fimm í stjórn og tveir til vara. Stjórn félagsins er nú skipuð eftirtöldum félagsmönnum: Hörður Rúnar Einarsson, gjaldkeri, Jófríður Benediktsdóttir, ritari, Finnbjörn Gíslason og Sigrún Eyjólfsdóttir, meðstjórnendur. Í varastjórn eru, Bjarni Kristjánsson og Sigurður Sigurðarson. Prjónakaffið gekk mjög vel. Ýmsar kynningar og sýningar hafa verið á prjóna-kvöldunum. Félagsvistinni er lokið en aðsóknin var lakari eftir áramót en oft áður. Spilað var alla sunnudaga frá áramótum til 19. apríl. Mikil ánægja hefur verið með kaffið og meðlætið á spiladögunum, en það er að mestu heimatilbúið. Ég vil þakka fyrir þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í þetta. Bridgedeildin hefur gengið vel og hefur verið spilað öll sunnudagskvöld. Mæting á páskabingóið var ekki eins góð og í fyrra en samt sem áður fóru margir heim með páskaegg. Það sem eftir er af dagskrá félagsins er dagur aldraðra þann 3. maí og verður hann með hefðbundnu sniði, síðan er gróðursetningarferðin í Heiðmörkina þann 1. júní. Sumarferðin verður síðan helgina 26.-28. júní að Árbliki og verður ferðin auglýst í næsta fréttabréfi.Spurningakeppni átthagafélaganna lauk 12. mars með sigri Átthagafélags Vestmannaeyja. Aðsókn að spurningakeppninni var ekki nógu góð en þó best frá okkar félagi. Það virðist ekki vera áhugi hjá félagsmönnum margra  félaga, þar sem fáir mættu fyrir utan keppendur. Átthagafélögin þurfa að greiða með keppninni til að fá fyrir útlögðum kostnaði. Það voru lið frá 19 átthagafélögum sem tóku þátt í keppninni og hefur hún verið sýnd á sjónvarpsstöðinni ÍNN á mánudögum. Ekki hefur verið ákveðið um framhald keppninnar en þó var ákveðið að halda fund í september til að taka stöðuna.

Eins og fram kom í síðasta fréttabréfi var ákveðið að hefja útgáfu Breiðfirðings á nýjan leik eftir nokkurra ára hlé. Svavar Gestsson tók að sér að stýra þessu verkefni og er Breiðfirðingur kominn í prentun og verður hann kynntur á degi aldraðra þann 3. maí.

Þeir sem vilja gerast áskrifendur eru beðnir um að skrá kennitölu, nafn og heimilisfang á heimasíðu félagsins www.bf.is (Hafa samband) eða í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Ég óska ykkur gleðilegs sumars og þakka kærlega fyrir veturinn.

Kær kveðja

Snæbjörn Kristjánsson, formaður

 

Helstu atriði dagskrár til sumars:

  3. maí.     Dagur aldraðra, kl 14:30

  1. júní.     Gróðursetningarferð í Heiðmörk, kl 19:00.

26. til 28. júní.  Sumarferð félagsins að Árbliki.

 

Breiðfirðingafélagið Bridgedeild

 

Bridge verður spilað eftirtalda daga í Breiðfirðingabúð kl. 19:00

Æfingagjaldið er kr. 900.- pr. kvöld og er kaffi innifalið í verðinu.

 

26. Apríl Tvímenningur keppni 2 af 4

  3. Maí   Tvímenningur keppni 3 af 4

10. Maí   Aðalfundur/tvímenningur  keppni 4 af 4

Kveðja

Stjórn Bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins

 

Dagur aldraðra, 3. maí, kl 14:30

Breiðfirðingakórinn syngur nokkur lög, kaffi og tertur.

Útgáfa Breiðfirðings kynnt.

Allir velkomnir

 

Gróðursetningarferð í Heiðmörk, 1. júní kl 19:00.

 

Breiðfirðingakórinn heldur tónleika í

Guðríðarkirkju

  

Miðvikudaginn 6. maí, 2015 kl. 20:00.

Kórstjóri: Julian M. Hewlett

Einsöngur: Kristín R. Sigurðardóttir

Meðleikari: Guðríður St. Sigurðardóttir

Á efnisskránni eru lög úr ýmsum áttum.

Miðaverð er kr. 2.500.-, en í forsölu hjá kórfélögum á kr. 2.000.-

Frítt fyrir 14 ára og yngri.

Komið og upplifið frábæra stemmingu á glæsilegum tónleikum.

 

Sólin blíðust vermir allan bæinn.

Senn líkur 18 starfsári Breiðfirðingakórsins sem hefur verð viðburðaríkt og skemmtilegt. Kórfélagar hafa ekki látið hina tíðu storma, snjóbyli og frosthörkur stoppa sig heldur mætt á æfingar og sungið af krafti um vorið og sólina sem við höfum saknað mikið þennan veturinn. Við höfum gert okkar til að létta lund samborgara okkar með söng og má þar helst nefna að við glöddum gesti og gangandi á laugaveginum fyrir jólin og eldri borgara í Seljakirkju í febrúar. En þetta árið ætlum við að gleðja fleiri en Íslendinga  með söng því í júní heldur kórinn í tónleikaferð til suður Englands og er tilhlökkun kórfélaga mikil. En við höfum ekki gleymt diggum áheyrendum okkar hér heima og munum halda okkar árlegu vortónleika 6. maí í Guðríðarkirkju og hefjast þeir kl. 20:00. Að venju verður dagskráin fjölbreytt og sumarleg enda kórinn í sumarskapi. Að syngja á degi aldraðra í Breiðfirðingabúð hefur verið einn af föstu liðum kórsins undan farin ár og verður enginn breyting frá því í ár. Það er okkur kórfélögum ávallt sönn ánægja að syngja á þessum degi og þakka þannig fyrir þann stuðning sem eldri breiðfirðingar hafa sýnt kórnum í gegnum tíðina.

Nú þýður blær fer sunnan yfir sæinn og sólin blíðust vermir allan bæinn.

Manna börnin litlu leika sér. Lengir daginn vorið það er hér

Já, við trúum því og treystum að eftir erfiðan vetur sé vorið nú loksins komið. Með söng í hjarta og bros á vör höldum við út í sumarið ánægð að loknu góðu vetrarstarfi. Um leið og ég óska ykkur gleðilegs sumars hvet ég ykkur til að mæta á tónleikana okkar og taka þannig þátt í að efla kórstarfið því fátt er skemmtilegra en að syngja fyrir fullu húsi. Gleðilegt sumar öll sömul og takk fyrir veturinn.

Breiðfirðingakórinn.

 

 

Additional information