trippel c s piller http://norgepiller.com/kjop-cialis/ hvor lenge du vil beholde medisinske poster

Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

 Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS   6. tbl. nóv. 2015 21. árg. er komið út.

 

 Fréttabréf   

BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 

Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511 

6. tbl. nóv. 2015 21. árgangur 

Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson

Kæru félagsmenn

Nú er haustið komið og laufið að mestu fallið af trjánum. Sólin farin að lækka á lofti og líf komið í félagsstarfið eftir sumarhlé. Þann 24. október, fyrsta vetrardag var haldinn dansleikur í samstarfi við Átthagafélag Strandamanna og var hann vel sóttur og mikið dansað. Það má því segja að grundvöllur fyrir dansleikjahaldi sé að halda þá sameiginlega. Bæði félögin voru búin að reyna að halda dansleiki en ekki náð lágmarksfjölda til að standa undir kostnaði. Aðsókn að félagsvistinni hefur verið góð og hefur verið spilað á allt að nítján og hálfu borði. Alltaf eru að birtast ný andlit við spilaborðin, bæði ungir sem aldnir og ekki má gleyma þeim sem sjaldan láta sig vanta. Bridge hófst 21. september og er spilað á 10 - 13 borðum. Prjónakaffið hefur verið líflegt í haust og er mæting ágæt og þar erum við að sjá þrjár kynslóðir komnar saman. Afmælisvikan verður með aðeins breyttu sniði, gangan á laugardeginum verður ekki þar sem þátttakan hefur farið minnkandi með árunum, í stað hennar verður afmæliskaffi þriðjudaginn 17. nóvember í Breiðfirðingabúð kl. 20:00 og þá verða sýndar myndir frá ýmsum viðburðum félagsins. Hagyrðingakvöldið verður fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20:00, og er í samstarfi við Barðstrendingafélagið eins og í fyrra, undir stjórn Jóhönnu Fríðu Dalkvist. Æfingar hjá kórnum ganga vel, og er þegar byrjað að æfa jólalögin. Kórinn heldur sína árlegu jólatónleika í Fella-og Hólakirkju fimmtudaginn 10. desember. Aðventudagur fjölskyldunnar verður haldinn 6. desember, og verður með sama sniði og undanfarin ár og jólaballið verður síðan 27. desember. Nánari upplýsingar um dagskrána á næstu blaðsíðum og einnig á www.bf.is.

Kær kveðja

Snæbjörn Kristjánsson, formaður

 

Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga: 

         8. nóv.          1. dagur í fjögurra daga keppni

       15. nóv.          2. dagur í fjögurra daga keppni

       22. nóv.          3. dagur í fjögurra daga keppni

       29. nóv.          4. dagur í fjögurra daga keppni 

Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14:00

Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000,- og önnur verðlaun kr. 2.500,- auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.

Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000,- fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið.

Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.

Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1200,-.

 

Afmælisvikan: 

Kaffi og myndasýning 17. nóv kl. 19:30:

Þriðjudaginn 17. nóvember verður afmæliskaffi í Breiðfirðingabúð kl. 19:30. Sýndar verða myndir frá ýmsum viðburðum starfi félagsins.

  

Hagyrðingakvöld, 19. nóv. kl. 20:00

Hagyrðingakvöldið, sem er í samstarfi við Barðstrendingafélagið verður undir stjórn Jóhönnu Fríðu Dalkvist.

Hagyrðingar eru:

Einar Óskarsson, Guðjón D. Gunnarsson, Guðmundur Arnfinnsson, Hlíf Kristjánsdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Jóhannes Gíslason, Kristján Jóhann Jónsson, Ólína Gunnlaugsdóttir og Ólína Kristín Jónsdóttir 

Fleiri bætast ef til vill í hópinn.

Miðaverð er kr. 1000.- (kaffi og meðlæti innifalið í verði).

Fyrripartar fyrir sal og keppendur verða birtir á heimasíðu félagsins www.bf.is

 

Breiðfirðingafélagið Bridgedeild 

Kæru spilafélagar.

Nú er vetrarstarfið að hefjast og verður spilað á sunnudögum kl. 19:00. Fyrsta spilakvöldið verður sunnudagskvöldið 20. september og hefst kl. 19:00.  Þetta fyrsta kvöld verður tvímenningur. Sjá dagskrá hér fyrir neðan.   Spilakvöldið  kostar  kr. 1000 og er kaffi og te innifalið.  Síðasti spiladagur fyrir jól verður 6. desember.  Vonumst til að sjá sem flesta. Hvetjum félaga okkar til að taka með sér nýja spilamenn.  Hjá okkur er upplagt að byrja að æfa sig að spila Bridge. Allir velkomnir.

Kveðja

Stjórn Bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins 

Spilakvöldin fram að jólum:

08. Nóv. Tvímenningur keppni 1 af 4

15. Nóv. Tvímenningur keppni 2 af 4

22. Nóv. Tvímenningur keppni 3 af 4

29. Des. Tvímenningur keppni 4 af 4

06. Des. Tvímenningur

Í 4 kvölda tvímenningi eru tekin 3 bestu skiptin og eru verðlaunapeningar fyrir 3 efstu sætin.

 

Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð

Fram til áramóta verður prjónakaffið annan hvern mánudag, kl. 19:30, dagana 9. nóv. og 23. nóv. Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747, Sæunn í síma 864-2201 og Jófríður í síma 862-6414.

Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu. 

Aðventudagur: 6. des. Aðventudagur fjölskyldunnar hefst kl. 14:30. 

Jólaball: 27. des. Jólatrésskemmtun fyrir alla fjölskylduna kl. 14:30.

 

Helstu atriði dagskrár eftir áramót:

23. jan.      Árshátíð á Þorra. Takið kvöldið frá strax.

12. mars.   Páskabingó, kl 14:30

  8. maí.     Dagur aldraðra, kl 14:30

  1. júní.     Gróðursetningarferð í Heiðmörk.

24. til 26. júní.  Sumarferð félagsins.

 

Breiðfirðingakórinn 

Söngur og gleði á aðventunn  

Að venju má heyra ómþýðan söng frá Breiðfirðingabúð á miðvikudagskvöldum og þessa dagana eru það jólatónar sem þaðan berast enda aðventan á næsta leiti 

Kórinn undirbýr sig að kappi fyrir komandi jólatónleika sem verða að þessu sinni fimmtudagskvöldið 10. desember kl. 20:00 í Fella- og Hólakirkju. Á tónleikunum munum við syngja gömul jólalög í bland við ný og koma þannig tónleikagestum í hátíðarskap.  Það er alltaf mikið að gera hjá kórnum í desember en auk jólatónleikanna mun kórinn syngja á aðventudegi fjölskyldunnar 6. desember og þá er gaman að segja frá því að við munum syngja á laugarveginum 19. og 20. desember og gleðja þannig Reykvíkinga og gesti þeirra fyrir jólin. 

Aðdragandi jólanna er skemmtilegur tími, tími til að njóta með vinum og vandamönnum. Á aðventunni gerum við gjarnan vel við okkur í mat og drykk en síðustu ár hefur fjöldi jólatónleika einnig sett svip sinn á komu jólanna.  Þar hafa  fjölmargir kórar skipaðir áhugafólki komið sterkt inn og vona ég að svo verði áfram því það auðgar menningarlíf landsins og gleður sálartetrið að fá að vera þátttakandi, hvort sem það er sem kórfélagi eða áheyrandi. 

Gleymum okkur ekki í amstri jólanna heldur munum að njóta og finnum jólabarnið í okkur. 

Hlakka til að sjá ykkur sem flest á jólatónleikum Breiðfirðingakórsins. 

Kærar kveðjur frá kórfélögum.

 

 

 

 

 

 

 

Additional information