trippel c s piller http://norgepiller.com/kjop-cialis/ hvor lenge du vil beholde medisinske poster

Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 5. tbl. september 2016 22. árg. er komið út.

 Fréttabréf   

BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 

Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511 

5. tbl. sept. 2016 22. árgangur 

Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson

Kæru félagsmenn

Þá er sumarið að kveðja og haustið að taka við og líf að færast í starfsemi félagsins eftir sumarfrí. Félagsstarfinu lauk formlega í maí en 1. júní var farið í Heiðmörkina og gróðursettar örfáar plöntur.

 

Sumarferð Breiðfirðingafélagsins 2016 var farin að Heimalandi dagana 24. - 26. júní. Flestir mættu á föstudeginum og var komið saman í húsinu um kvöldið. Þar var mikið spjallað og leikið á harmonikkur og gítar. Á laugardeginum var farið í Reynisfjöru og í bakaleiðinni var stoppað á Skógum og nestið tekið fram. Síðan var grillað og tóku nokkrir kórfélagar lagið við undirleik.

 

Vetrardagskráin hefst 25. september, með félagsvist og Bridge, síðan prjónakaffið 26. sept. Ákveðið hefur verið að hafa námskeið í félagsvist mánudagana 3. og 17. október fyrir ungt fólk. Nánari upplýsingar um dagskrána á næstu blaðsíðum og einnig á www.bf.is.

 

En nú er okkur mikill vandi á höndum, húsverðirnir okkar, þau Sólveig og Hörður Rúnar hafa sagt upp störfum frá 1. janúar 2017 eftir mjög langt og farsælt starf. Nú leitum við að nýjum húsverði og ef þið hafið áhuga eða vitið um einhvern sem er tilbúinn að taka þetta að sér að hafa samband við mig í síma 696-9521 (eftir kl. 17:00) eða í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

 

Þetta er tilvalið starf fyrir hjón á besta aldri sem hætt eru að vinna.

 

Kær kveðja

 

Snæbjörn Kristjánsson, formaður

Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga:

 

25. sept  .          Félagsvist stakur dagur

 

02. okt.             1. dagur í fjögurra daga keppni

 

09. okt.             2. dagur í fjögurra daga keppni

 

16. okt.             3. dagur í fjögurra daga keppni

 

23. okt.             4. dagur í fjögurra daga keppni

 

30. okt.             Félagsvist stakur dagur

 

06. nóv.            1. dagur í fjögurra daga keppni

 

13. nóv.            2. dagur í fjögurra daga keppni

 

20. nóv.            3. dagur í fjögurra daga keppni

 

27. nóv.            4. dagur í fjögurra daga keppni

 

Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14:00

 

Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000,- og önnur verðlaun kr. 2.500,- auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.

 

Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000,- fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið.

 

Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.

 

Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1200,-.

 

Námskeið í félagsvist.

 

Mánudagana 3. og 17. október verður kennd félagsvist í Breiðfirðingabúð, sem ætluð er börnum og unglingum, fullorðnum boðið að koma með þeim, til að aðstoða þau. Aðgangur er ókeypis.

 

Dansleikur: 19. nóv. Dansleikur í Breiðfirðingabúð.

 

Afmælisvikan: 14. – 20. nóv. Afmælisvika félagsins verður auglýst síðar.

 

Aðventudagur: 4. des. Aðventudagur fjölskyldunnar hefst kl. 14:30.

 

Helstu atriði dagskrár eftir áramót:

 

21. jan.      Árshátíð á Þorra. Takið kvöldið frá strax.

 

  1. apríl.    Páskabingó, kl 14:30

 

  7. maí.     Dagur aldraðra, kl 14:30

 

  6. júní.     Gróðursetningarferð í Heiðmörk.

 Breiðfirðingafélagið Bridgedeild

 

Kæru spilafélagar.

 

Nú er vetrarstarfið að hefjast og verður spilað á sunnudögum kl. 19:00. Fyrsta spilakvöldið verður sunnudagskvöldið 25. september og hefst kl. 19:00. Þetta fyrsta kvöld verður tvímenningur. Sjá dagskrá hér fyrir neðan. Spilakvöldið kostar kr. 1000 og er kaffi og te innifalið. Síðasti spiladagur fyrir jól verður 11. desember. Vonumst til að sjá sem flesta. Hvetjum félaga okkar til að taka með sér nýja spilamenn. Hjá okkur er upplagt að byrja að æfa sig í að spila Bridge. Allir velkomnir.

 

Kveðja

 

Stjórn Bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins

 

Spilakvöldin fram að jólum:

 

25. sept. Tvímenningur

 

02. okt. Tvímenningur keppni 1 af 4

 

09. okt. Tvímenningur keppni 2 af 4

 

16. okt. Tvímenningur keppni 3 af 4

 

23. okt. Tvímenningur keppni 4 af 4

 

30. okt. Tvímenningur

 

06.  nóv. Tvímenningur

 

13. nóv. Tvímenningur keppni 1 af 4

 

20. nóv. Tvímenningur keppni 2 af 4

 

27. nóv. Tvímenningur keppni 3 af 4

 

04. des. Tvímenningur keppni 4 af 4

 

11. des. Tvímenningur

 

Í 4 kvölda tvímenningi eru tekin 3 bestu skiptin og eru verðlaunapeningar fyrir 3 efstu sætin.

 

Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð

 

Fram til áramóta verður prjónakaffið annan hvern mánudag, kl. 19:30 og byrjað verður 26. sept. og síðan dagana 10. okt., 24. okt., 7. nóv. og 21. nóv. Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747, Jófríður í síma 862-6414 og Sigurlaug í síma 698-7332.

 

Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu.

Breiðfirðingakórinn

Vetur kemur vetur fer segir einhverstaðar í góðu kvæði og  veturinn er á næstu grösum en það finnst okkur í kórnum bara  gott sönglega séð, höldum áfram þar sem frá var horfið því við  eigum nóg í pokahorninu. Lagaval okkar í vetur verður fjölbreytt og skemmtilegt og erum við þessa dagana ásamt kórstjóranum okkar að setja saman lista af því sem okkur finnst gaman að syngja og það sem kemur til með að gleðja tónleikagesti okkar þegar þar að kemur.

Æfingar eru alltaf á miðvikudagskvöldum kl. 19:30, kórstjóri er Julian Michael Hewlett, er hann að byrja sinn 4 vetur  með okkur.

Í stjórn kórsins eru nú Björk Magnúsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Þrúður Karlsdóttir, Matthildur Kristjánsdóttir,  Ólöf Sigurjónsdóttir. Ýmsar nefndir starfa í kórnum því allir vinna saman að því að gera góðan kór enn betri.

Fastir liðir eru í starfinu eins og jólatónleikar sem verða nú í Fella- og Hólakirkju, vortónleikar, söngur á aðventunni í Breiðfirðingabúð og aftur að vori svo eitthvað sé nefnt, verður auglýst síðar.

Nú dregur til tíðinda hjá Breiðfirðingakórnum hann á afmæli, hvorki meira né minna en 20 ára á næsta ári þ.e. 2017, þótt ótrúlegt sé, flest allir sem byrjuðu þá eru að syngja ennþá með kórnum, það segir sína sögu.

Hlakka til að byrja nýtt starfsár og vinna með kórnum mínum   og vænti ég þess að þið eigið eftir að njóta afrakstursins með því að koma á tónleika hjá okkur.

Eigið góðan vetur.

Ólöf Sigurjónsdóttir, formaður.

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

 

 

 

 

 

 

Additional information