Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 1. tbl. janúar. 2017 23. árg. er komið út.
Fréttabréf
BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS
Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511
1. tbl. jan. 2017 23. árgangur
Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson
Gleðilegt ár
Kæru félagar, ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegs árs og þakka samverustundir á nýliðnu ári. Félagsvistin var heldur dræm þegar leið á haustið. Aðsókn að Bridge var góð. Prjónakaffið var mjög vel sótt og hefst aftur 9. janúar. Hagyrðingakvöldið var haldið á afmælisdaginn 17. nóvember og var það í samvinnu við Barðstrendingafélagið eins og síðustu ár. Laugardagskvöldið 19. nóvember var síðan dansleikur í Breiðfirðingabúð, en aðsóknin var mjög léleg og nær eingöngu eldra fólk sem mætti.
Breiðfirðingakórinn hélt sína árlegu jólatónleika í Fella- og Hólakirkju þann 18. desember, en daginn áður fór kórinn í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði og Sólvang og sungu jólalög fyrir heimilisfólk og gesti þeirra. Á báðum stöðunum var vel tekið á móti kórfélögum. Árshátíð á þorra verður haldin í Breiðfirðingabúð laugardaginn 21. janúar. Sjá nánar á baksíðu. Aðalfundur félagsins verður síðan haldinn fimmtudaginn 23. febrúar n.k. en dagskrá hans verður auglýst nánar í næsta fréttabréfi. Ég hvet félagsmenn til að hafa samband við félaga í kjörnefnd, hafi þeir áhuga eða vita um einhvern sem hefur áhuga á að gefa kost á sér í stjórn félagsins fyrir 2. febrúar. Kjörnefnd skipa þau: Benedikt Egilsson, s: 824-8402, Bjarnheiður Magnúsdóttir, s: 862-0546 og Sigríður Karvelsdóttir s: 869-0921. Einnig þurfa tillögur um lagabreytingar að hafa borist til stjórnar fyrir 2. febrúar.
Næsta hefti af Breiðfirðingi kemur út í vor og er Svavar Gestsson ritstjóri, eins og undarfarin ár. Þeir sem vilja gerast áskrifendur eru beðnir um að skrá kennitölu, nafn og heimilisfang á heimasíðu félagsins www.bf.is (opna “Hafa samband” á heimasíðunni) eða í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .
Kær kveðja
Snæbjörn Kristjánsson, formaður
Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga:
8. jan. Stakur dagur
15. jan. 1. dagur í þriggja daga keppni
22. jan. 2. dagur í þriggja daga keppni
29. jan. 3. dagur í þriggja daga keppni
05. febr. 1. dagur í fjögurra daga keppni
12. febr. 2. dagur í fjögurra daga keppni
19. febr. 3. dagur í fjögurra daga keppni
26. febr. 4. dagur í fjögurra daga keppni
5. mars. 1. dagur í þriggja daga keppni
12. mars. 2. dagur í þriggja daga keppni
19. mars. 3. dagur í þriggja daga keppni
26. mars. 1. dagur í fjögurra daga keppni
2. apríl. 2. dagur í fjögurra daga keppni
9. apríl. 3. dagur í fjögurra daga keppni
23. apríl. 4. dagur í fjögurra daga keppni
Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14:00
Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000 og önnur verðlaun kr. 2.500 auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.
Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000 fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið.
Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.
Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1.200.
Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð
Prjónakaffið verður annan hvern mánudag, kl. 19:30 og hófst mánudaginn 9. janúar. Næsta prjónakaffið er síðan 23. janúar, 6. febrúar, 20. febrúar, 6. mars, 20. mars og 3. apríl. Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747, Jófríður í síma 862-6414 og Sigurlaug í síma 698-7332.
Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu.
Breiðfirðingafélagið Bridgedeild
Kæru spilafélagar.
Starfið hófst 8. janúar og er spilað á sunnudögum kl. 19:00. Sjá dagskrá hér fyrir neðan. Spilakvöldið kostar kr. 1000 og er kaffi og te innifalið. Síðasti spiladagur í vor verður 7. maí. Vonumst til að sjá sem flesta. Hvetjum félaga okkar til að taka með sér nýja spilamenn. Hjá okkur er upplagt að byrja að æfa sig í að spila bridge. Allir velkomnir.
Kveðja
Stjórn Bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins
Spilakvöldin verða:
8. janúar Tvímenningur
15. janúar Tvímenningur keppni 1 af 4
22. janúar Tvímenningur keppni 2 af 4
29. janúar Tvímenningur keppni 3 af 4
5. febrúar Tvímenningur keppni 4 af 4
12. febrúar Tvímenningur
19. febrúar Hraðsveitakeppni 1 af 3
26. febrúar Hraðsveitakeppni 2 af 3
5. mars Hraðsveitakeppni 3 af 3
12. mars Tvímenningur
19. mars Tvímenningur keppni 1 af 3
26. mars Tvímenningur keppni 2 af 3
2. apríl Tvímenningur keppni 3 af 3
9. apríl Páskamót/Barómeter
23. apríl Tvímenningur keppni 1 af 3
30. apríl Tvímenningur keppni 2 af 3
7. maí Aðalfundur/tvímenningur keppni 3 af 3
Í 4 kvölda tvímenningi eru tekin 3 bestu skiptin og eru verðlaunapeningar fyrir 3 efstu sætin.
Verðlaun eru einnig í Hraðsveitakeppninni og Barómeter.
Helstu atriði dagskrár eftir áramót:
21. jan. Árshátíð á Þorra. Takið kvöldið frá strax.
23. febr. Aðalfundur kl. 20:00
1. apríl. Páskabingó, kl 14:30
7. maí. Dagur aldraðra, kl 14:30
6. júní. Gróðursetningarferð í Heiðmörk.
23.-25. júní Sumarferð félagsins að Árbliki
Árshátíð á þorra
Hin árlega árshátíð Breiðfirðingafélagsins á þorra verður haldin í Breiðfirðingabúð, laugardaginn 21. janúar 2017.
Borðhald hefst stundvíslega kl. 19:30, en húsið verður opnað kl. 18:30.
Örn Árnason sér um veislustjórn.
Hilmar Sverrisson og Kristján Snorrason leika fyrir dansi til kl. 01:00.
Miðaverð er kr. 7.500 kr.
Þeir sem einungis koma á dansleikinn greiða kr. 2.000.
Miðapantanir hjá Þresti Elíassyni í síma 892-3068.
Miðasalan fer síðan fram í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 15. janúar frá kl.16:30 til 18:30.
Einnig er hægt að sækja miða miðvikudaginn 18. janúar frá kl. 19:00 - 20:30.
Miðar sem ekki hafa verið sóttir í síðasta lagi 18. janúar verða seldir öðrum.
Félagsmenn Breiðfirðingafélagsins og gestir þeirra hafa forgang að miðum til 18. janúar.