Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 2. tbl. febrúar. 2017 23. árg. er komið út.
Fréttabréf
BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS
Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511
2. tbl. feb. 2017 23. árgangur
Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson
Kæru félagsmenn
Þá er sólin farin að hækka á lofti og dagurinn að lengjast, enda komið fram í febrúar. Það sem af er vetri hefur verið óvenjulega hlítt og nánast enginn snjór.
Senn líður að aðalfundi félagsins, en hann verður haldinn í Breiðfirðingabúð, fimmtudaginn 23. febrúar, kl 20:00. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.
Kjörnefnd hefur tekist að fá ellefu félagsmenn til að gefa kost á sér í stjórn starfsárið 2017-2018, sjá nöfn þeirra á blaðsíðu 8. Kjörnefndina skipa þau: Benedikt Egilsson, s: 824-8402, Bjarnheiður Magnúsdóttir, s: 862-0546 og Sigríður Karvelsdóttir s: 869-0921.
Það verður mikil breyting á stjórn að þessu sinni, því að við erum fjögur, ég, Hörður Rúnar, Finnbjörn og Sigrún, sem ekki gefum kost á okkur. Hörður Rúnar er búinn að vera yfir þrjátíu ár í stjórn Breiðfirðingafélagsins og verður það einkennilegt að sjá hann ekki við stjórnvölinn ásamt Sólveigu, sem séð hafa um Breiðfirðingabúð um árabil og haldið öllu í röð og reglu.
Eins og ævinlega mun Félag Breiðfirskra kvenna sjá um kaffi og meðlæti á aðalfundinum.
Starfsemi félagsins er í fullum gangi og gengur ágætlega. Félagsvist er spiluð á sunnudögum og hefur verið spilað á 12 til 16 borðum og hafa fimm hópar skipst á um að sjá um kaffið og meðlætið.
Þröstur Elíasson hefur stjórnað félagsvistinni í vetur.
Bridge er spilað á sunnudagskvöldum og er þátttakan góð.
Prjónakaffið er annan hvern mánudag og alltaf jafn vinsælt. Oft eru kynningar frá ýmsum verslunum sem selja hannyrðavörur.
Árshátíð á þorra var haldin í Breiðfirðingabúð laugardaginn 21. janúar. Þröstur Elíasson setti hátíðna og Örn Árnason sá um veislustjórn sem tókst mjög vel. Hilmar Sverrisson og Kristján Snorrason léku fyrir dansi til klukkan eitt.
Ég vil fyrir hönd félagsins þakka öllum, sem stóðu að árshátíðinni, fyrir frábæra skemmtun.
Margt er enn eftir á dagskrá félagsins, Páskabingó og svo að sjálfsögðu dagur aldraðra.
Sumarferð félagsins verður að þessu, verður farin eins og oft áður að Árbliki, helgina 23. til 25. júní.
Enn hefur enginn gefið kost á sér til að taka við húsvörslu í Breiðfirðingabúð og verður það verkefni nýrrar stjórnar að ráða úr því.
Þar sem þetta er síðasta fréttabréfið sem ég skrifa vil ég þakka félagsmönnum fyrir margar ánægjulegar og gefandi stundir sem við höfum átt saman. Ég hef eignast góða kunningja og vini í gegnum þessi tíu ár sem formaður félagsins og þakka kærlega fyrir það.
Kær kveðja
Snæbjörn Kristjánsson, formaður.
Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga:
12. febr. 2. dagur í fjögurra daga keppni
19. febr. 3. dagur í fjögurra daga keppni
26. febr. 4. dagur í fjögurra daga keppni
05. mars. 1. dagur í þriggja daga keppni
12. mars. 2. dagur í þriggja daga keppni
19. mars. 3. dagur í þriggja daga keppni
26. mars. 1. dagur í fjögurra daga keppni
02. apríl. 2. dagur í fjögurra daga keppni
09. apríl. 3. dagur í fjögurra daga keppni
23. apríl. 4. dagur í fjögurra daga keppni
Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14:00
Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000 og önnur verðlaun kr. 2.500 auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.
Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000 fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið.
Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.
Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1.200.
Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð
Prjónakaffið verður annan hvern mánudag, kl. 19:30 og hófst mánudaginn 9. janúar. Næsta prjónakaffið er 20. febrúar, 6. mars, 20. mars og 3. apríl.
Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747, Jófríður í síma 862-6414 og Sigurlaug í síma 698-7332.
Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu.
Breiðfirðingafélagið Bridgedeild
Kæru spilafélagar.
Starfið hófst 8. janúar og er spilað á sunnudögum kl. 19:00. Sjá dagskrá hér fyrir neðan. Spilakvöldið kostar kr. 1000 og er kaffi og te innifalið. Síðasti spiladagur í vor verður 7. maí. Vonumst til að sjá sem flesta. Hvetjum félaga okkar til að taka með sér nýja spilamenn. Hjá okkur er upplagt að byrja að æfa sig í að spila bridge. Allir velkomnir.
Kveðja
Stjórn Bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins
Spilakvöldin verða:
12. febrúar Tvímenningur keppni 4 af 4
19. febrúar Tvímenningur
26. febrúar Hraðsveitakeppni 1 af 3
5. mars Hraðsveitakeppni 2 af 3
12. mars Hraðsveitakeppni 3 af 3
19. mars Tvímenningur
26. mars Tvímenningur keppni 1 af 4
2. apríl Tvímenningur keppni 2 af 4
9. apríl Páskamót/Barómeter
23. apríl Tvímenningur keppni 3 af 4
30. apríl Tvímenningur keppni 4 af 4
7. maí Aðalfundur/tvímenningur
Í 4 kvölda tvímenningi eru tekin 3 bestu skiptin og eru verðlaunapeningar fyrir 3 efstu sætin.
Verðlaun eru einnig í Hraðsveitakeppninni og Barómeter.
Helstu atriði dagskrár eftir áramót:
23. febr. Aðalfundur kl. 20:00
1. apríl. Páskabingó, kl 14:30
7. maí. Dagur aldraðra, kl 14:30
6. júní. Gróðursetningarferð í Heiðmörk.
23.-25. júní Sumarferð félagsins að Árbliki
Aðalfundarboð
Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins verður haldinn í
Breiðfirðingabúð fimmtudaginn 23. febrúar 2017
og hefst stundvíslega kl. 20:00
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreytingar
3. Önnur mál
Kaffiveitingar
Tillögur um lagabreytingar
Stjórn Breiðfirðingafélagsins leggur til við aðalfund félagsins haldinn 23. febrúar 2017 eftirfarandi breytingar á lögum félagsins:
3. gr.
Félagi getur hver sá orðið sem á ættir sínar að rekja til Breiðafjarðar eða hefur verið búsettur við Breiðafjörð. Þegar um hjón eða sambýlisfólk er að ræða og annað uppfyllir téð skilyrði öðlast maki þess sama rétt.
Þessi grein hljóði svo eftir breytingu:
3. gr.
Félagi getur hver sá orðið sem á ættir sínar að rekja til Breiðafjarðar eða hefur verið búsettur við Breiðafjörð. Þegar um hjón eða sambýlisfólk er að ræða og annað uppfyllir téð skilyrði öðlast maki þess sama rétt.
Auk þess getur hver sá orðið félagi, sem vill stuðla að eflingu Breiðfirðingafélagsins með því að vinna að og styrkja tilgang félagsins í samræmi við 2. gr. laga félagsins, liði a, b, og c. Maki eða sambýlisfólk öðlast sama rétt.
Listi yfir nýja félagsmenn er borinn upp á aðalfundi félagsins, til samþykktar eða synjunar.
5. gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málum félagsins. Skal hann haldinn fyrir lok febrúar ár hvert.
Aðalfund skal boða með dagskrá, þar sem greint er frá þeim málum er stjórnin hyggst leggja fram.
Á aðalfundi skulu eftirtalin mál tekin fyrir:
a) Skýrsla stjórnar um störf félagsins frá síðasta aðalfundi.
b) Lagðir fram til samþykktar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir næstliðið almanaksár.
c) Skýrslur deilda félagsins.
d) Árgjald félaga ákveðið fyrir yfirstandandi ár.
e) Aðalstjórn félagsins kosin, til eins árs, ásamt varamönnum.
f) Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga, til eins árs, ásamt varamönnum
g) Önnur mál samkvæmt dagskrá
h) Önnur mál utan dagskrár eftir því sem fundarstjóri og fundurinn sjálfur heimila.
Allir félagar eru skyldir til að taka við kosningu í þágu félagsins. Þó geta þeir sem setið hafa í stjórn 3 ár samfleytt skorast undan endurkosningu.
Stjórnarkosning skal vera skrifleg.
Þessi grein hljóði svo eftir breytingu:
5. gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málum félagsins. Skal hann haldinn fyrir lok febrúar ár hvert.
Aðalfund skal boða með dagskrá, þar sem greint er frá þeim málum er stjórnin hyggst leggja fram.
Á aðalfundi skulu eftirtalin mál tekin fyrir:
a) Inntaka nýrra félagsmanna.
b) Skýrsla stjórnar um störf félagsins frá síðasta aðalfundi.
c) Lagðir fram til samþykktar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir næstliðið almanaksár.
d) Skýrslur deilda félagsins.
e) Árgjald félaga ákveðið fyrir yfirstandandi ár.
f) Aðalstjórn félagsins kosin, til eins árs, ásamt varamönnum.
g) Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga, til eins árs, ásamt varamönnum.
h) Önnur mál samkvæmt dagskrá
i) Önnur mál utan dagskrár eftir því sem fundarstjóri og fundurinn sjálfur heimila.
Allir félagar eru skyldir til að taka við kosningu í þágu félagsins. Þó geta þeir sem setið hafa í stjórn 3 ár samfleytt skorast undan endurkosningu.
Stjórnarkosning skal vera skrifleg.
Framboð til stjórnar Breiðfirðingafélagsins
Eftirtaldir félagsmenn hafa gefið kost á sér í stjórn Breiðfirðingafélagsins, starfsárið 2017 - 2018:
Bjarni Kristjánsson, Veghúsum 31
Eggert Kristinsson, Fjóluás 2
Garðar Valur Jónsson, Breiðagerði 31
Gíslína Ólöf Ingibergsdóttir, Álakvísl 90
Helga Ína Steingrímsdóttir, Tröllakór 1-3
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Lækjarsmára 8
Jófríður Benediktsdóttir, Fífuhjalla 6
Kristjana Guðmundsdóttir, Nýbýlavegi 58
Kristjón Sigurðsson, Háalind 13
Sigríður Jörundsdóttir, Kögurseli 8
Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir, Ljárskógum 18