trippel c s piller http://norgepiller.com/kjop-cialis/ hvor lenge du vil beholde medisinske poster

Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS

3. tbl. 2017 er komið út.

 

Fréttabréf

BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS

Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511

3. tbl. apríl 2017 23. árgangur

Ábyrgðarmaður Ingibjörg Guðmundsdóttir    mfrettabref


Kæru félagar í Breiðfirðingafélaginu


Á aðalfundi félagsins 23. febrúar s.l. var ný stjórn kjörin. Hana skipa Ingibjörg S. Guðmundsdóttir formaður, Steinunn Margrét Sigurbjörnsdóttir gjaldkeri, Helga Ína Steingrímsdóttir ritari, Kristjón Sigurðsson tengiliður við hússtjórn Faxafens 14 og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir kynningarfulltrúi. Varamenn eru Garðar Valur Jónsson og Jófríður Benediktsdóttir.
Ég þakka síðustu stjórn, þeim Snæbirni, Herði Rúnari, Sigrúnu og Finnbirni, kærlega fyrir mikið og gott starf í þágu félagsins og okkar félagsmanna. Snæbjörn stýrði félaginu farsællega og af röggsemi síðustu 10 ár. Hann kom m.a. upp heimsíðu félagsins, www.bf.is, sem var góð viðbót til að koma á framfæri upplýsingum um félagið og viðburði á þess vegum. Heimasíðan er mikið notuð. Hörður Rúnar er búinn að vera gjaldkeri félagsins og í stjórn þess yfir 30 ár eða frá því félagsheimilið í Faxafeni 14 var tekið í notkun. Undanfarin mörg ár hefur hann einnig verið húsvörður Breiðfirðingabúðar og notið þar öflugs stuðnings Sólveigar Valtýsdóttur konu sinnar. Þeim eru hér færðar miklar þakkir fyrir árvekni og alúð í öllum störfum fyrir félagið. Þeirra skarð er vandfyllt og vantar nú félagið húsvörð fyrir haustið. Áhugasamir um starfið hafi samband við undirritaða.
Breiðfirðingafélagið hefur gefið mér mikið og ég vil veg þess sem mestan áfram. Til að svo verði þarf starfsemi félagsins að höfða til breiðs hóps. Ný stjórn hefur það markmið að halda góðum rekstri félagsins áfram og einnig að ná til yngra fólks og nýrra félaga, tengda svæðinu við Breiðafjörð. Ákveðið var í stjórninni að Sigríður Hjördís yrði kynningarfulltrúi félagsins og hófst hún þegar handa um að stofna fésbókarsíðu til að ná betur til markhópsins okkar, Breiðfirðinga. Á síðunni eru nú tæplega 380 meðlimir.
Starf félagsins verður áfram með sama sniði og áður en með haustinu reynum við að bæta við nýjum viðburðum.
Ég þakka traustið sem mér er sýnt með formannsvalinu og reyni að gera mitt besta til að efla félagið.

Með kærri kveðju,
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, formaður.


Dagur aldraðra verður sunnudaginn 7. maí kl. 14:30. Þar mun Breiðfirðingakórinn syngja og Svavar Gestsson kynna nýtt hefti tímaritsins Breiðfirðings.


Gróðursetningarferð í gróðurreit félagsins í Heiðmörk verður þriðjudaginn 6. júní kl. 19.00. Hafið með ykkur nesti. Nánari upplýsingar um staðsetningu reitsins verða á heimasíðu félagsins þegar nær dregur.

 

Húsvörður óskast
Laust er frá og með haustinu starf húsvarðar í Breiðfirðingabúð. Helstu verkefni eru að opna fyrir þá sem nota salinn og loka eftir notkun, raða borðum, sýna salinn vegna leigu, halda utanum notkun á salnum, sjá um að salurinn sé þrifinn, fara með dúka í þvott og sækja, sjá um innkaup á ræstivörum og vörum á bar, útvega fólk í dyravörslu og á bar.
Áhugasamir um starfið hafi samband við Ingibjörgu formann í síma: 892 8077 eftir 26. apríl.


Sumarferð
Sumarferð félagsins verður að Árbliki í Dölum 23. til 25. júní. Þar er félagsheimili og gistiaðstaða í svefnpokaplássi. Svo er tjaldstæði.

Dagskrá:
Á föstudagskvöldinu hittumst við í salnum, spjöllum saman, segjum brandara, syngjum og dönsum. Hafið með ykkur gítar eða harmonikku.
Á laugardag kl. 10:30 verður farið á eigin bílum (menn geta sameinast í bíla) í óvissuferð, ef veður leyfir. Síðan verður dagskrá fyrir börnin síðdegis. Kveikt verður upp í grillinu kl 19:00 og síðan skemmtum við okkur fram eftir nóttu.

Matur:
Menn nesta sig sjálfir að öðru leyti en því að félagið mun sjá um sameiginlega grillmáltíð á laugardagskvöldinu og er hún innifalin í þátttökugjaldinu.
Þátttökugjald:
Þátttökugjaldið er kr. 5.500,- fyrir fullorðna, sem er fyrir leigu á sameiginlegri aðstöðu, tjaldstæði, svefnpokaplássi og matinn á laugardagskvöldinu.
Frítt er fyrir börn yngri en 14 ára.
Þeir sem ekki gista greiða kr. 3.000.-
Rafmagn á tjaldstæði kostar kr. 600,- sólarhringurinn.


Ferðir:
Gert er ráð fyrir að fólk verði á eigin bílum.
Skráning:
Skráning í ferðina og pöntun á gistingu, er hægt að gera á heimasíðu félagsins www.bf.is “Skráning í sumarferð 2017”
Símaskráning í ferðina hefst 1. júní hjá Helgu Ínu Steingrímsdóttur í síma 772 0300.
Það er mjög áríðandi að allir panti, þó að einungis sé mætt í matinn.
Stjórnin þarf að vita þátttöku fyrir þriðjudaginn 20. júní vegna matarinnkaupa ofl.

 

Breiðfirðingakórinn með tvenna tónleika
Breiðfirðingakórinn er nú á fullri ferð að gera sem best úr garði það efni sem verður á boðstólum í vor.
Áhersla hefur verið lögð á upprifjun fyrri ára en í ár á kórinn 20 ára afmæli eins og kunnugt er.
Fyrst ætlar kórinn að fara vestur í Dali og heimsækja átthagana í tengslum við Jörvagleði og syngja í Dalabúð laugardaginn 22. apríl kl. 16:00.
Afmælistónleikarnir verða svo haldnir í Fella- og Hólakirkju laugardaginn 29. apríl kl. 17:00.
Miðinn kostar 3.000,- og frítt fyrir 14 ára og yngri.
Kórstjóri er Julian M. Hewlett, en einsöngvari Kristín R. Sigurðardóttir.
Meðleikari er Renada Ivan.
Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að koma og vera með okkur í tilefni afmælisins.
F.h. stjórnar kórsins,
Ólöf Sigurjónsdóttir, formaður.


****************
Fastir liðir næsta haust:
 Félagsvist byrjar sunnudaginn 24. september
 Bridge byrjar sunnudaginn 24. september
 Prjónakaffi byrjar 2. október

Additional information