Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS
5. tbl. 2017 er komið út.
Fréttabréf
BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS
Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511
5. tbl. okt. 2017 23. árgangur
Ábyrgðarmaður Ingibjörg Guðmundsdóttir
Fréttir af félagsstarfinu
Breiðfirðingakórinn bauð til veglegrar veislu í Breiðfirðinga-búð þann 21. október s.l. í tilefni 20 ára afmælis kórsins. Ólöf Sigurjónsdóttir formaður kórsins flutti ræðu og rakti sögu kórsins í þessi 20 ár. Myndir frá starfi og úr ferðum kórsins rúlluðu á sjónvarpskjá salarins. Kórinn söng svo fyrir gestina og bauð upp á glæsilegt veisluhlaðborð. Einnig söng 7 manna „kvartett“ við undirleik Helga Hannessonar nokkur lög við góðar undirtektir. Formaður Breiðfirðingafélagsins ávarpaði kórinn og færði honum peningagjöf frá félaginu í tilefni afmælisins. Einnig flutti Sveinn Sigurjónsson, fyrrverandi formaður félagsins og aðalhvatamaður að endurreisn kórsins fyrir 20 árum, ávarp. Húsfyllir var í Breiðfiðringabúð í þessari glæsilegu veislu.
Um kvöldið var svo ball sem kórinn stóð að og tekið var á móti gestum með fordrykk og skemmtilegri tónlist í flutningi Jöru Hilmarsdóttur og Símonar Karls Sigurðarsonar Melsteð. Hjómsveit Sveins Sigurjónssonar lék svo fyrir dansi af miklu fjöri.
Stjórn Breiðfirðingafélagsins vill þakka Breiðfiðringakórnum fyrir frábæran afmælisdag í Breiðfirðingabúð.
Við höfum spilað félagsvist og bridge á sunnudögum nú í haust og hefur aðsóknin að þessu hvoru tveggja verið nokkuð góð og vaxandi. Sjá má hvaða daga verður spilað fram að jólum á bls. 3 í fréttabréfinu.
Prjónakaffið á mánudagskvöldum hefur einnig verið vel sótt.
Þær sem sjá um prjónakaffið í vetur eru Jófríður Benediktsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir, Erna Kristjánsdóttir og Harpa Steingrímsdóttir.
Þema vetrarins er handavinnan mín og á fyrsta prjónakvöldinu sýndi Erna Kristjánsdóttir hluta af sínum fallega prjónaskap.
Á prjónakvöldinu sem var 16. okt. kom kynning á jólahandavinnu frá Ömmu mús og einnig sýndi Sólveig Aradóttir prjónaða vettlinga og borðtuskur.
Næstu prjónakvöld verða eftirtalda daga og hefjast kl. 19:30:
30. okt. Þá kemur Helga Thoroddsen prjónahönnuður og einnig verður tískusýning frá Flass.
13. nóv. Sólveig Ara kemur með jóladót sem hún hefur gert.
27. nóv. Kynning verður frá Storkinum.
Upplýsingar gefa Jófríður í síma 862-6414 og Sólveig í síma 897-6440. Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera.
Kaffi og gos verður til sölu. Happdrættirmiði fylgir.
Hagyrðingakvöld 16. nóv.
Hagyrðingakvöld verður í Breiðfirðingabúð 16. nóv. kl. 20:00. Það er í samstarfi við Barðstrendingafélagið.
Ólína Kristín Jónsdóttir verður stjórnandi.
Miðaverð er 1.100 kr. (kaffi og meðlæti innifalið í verði). Fyrripartar fyrir sal og keppendur verða birtir á heimasíðu félagsins www.bf.is
Dansleikur 18. nóv.
Dansleikur verður í Breiðfirðingabúð laugardagskvöldið 18. nóv. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi, frá kl. 21:00 til 01:00 húsið opnar kl. 20:30. Aðgangseyrir er 2.000 kr.
Félagsvist verður spiluð áfram eftirtalda sunnudaga:
29. okt. Félagsvist, stakur dagur
5. nóv. 1. dagur í fjögurra daga keppni
12. nóv. 2. dagur í fjögurra daga keppni
19. nóv. 3. dagur í fjögurra daga keppni
26. nóv. 4. dagur í fjögurra daga keppni
Bridge verður spilað eftirtalda sunnudaga:
29. okt. Tvímenningur
5. nóv. Tvímenningur
12. nóv. Tvímenningur keppni 1 af 4
19. nóv. Tvímenningur keppni 2 af 4
26. nóv. Tvímenningur keppni 3 af 4
3. des. Tvímenningur keppni 4 af 4
10. des. Barometer
Aðventudagur fjölskyldunnar er 3. des. hefst kl. 14:30. Dagskráin verður hefðbundin, Breiðfirðingakórinn syngur, upp-lestur og bingó. Og svo auðvitað kaffihlaðborð að hætti hússins.
Jólaball 30. des.
Jólaball fyrir börnin verður 30. des. og hefst kl. 14:30. Þar mun Hilmar Sverrisson leika og syngja jólalög með börnum og fullorðnum og fjörugir jólasveinar mæta.
Tónlistarkvöldinu sem vera átti föstudaginn 3. nóv. hefur verið frestað fram yfir áramót.
Rafrænt fréttabréf
Æskilegt er að sem flestir séu í rafrænni áskrift að fréttabréfinu. Það sparar póstburðargjöld og pappír. Þið sem viljið vera í rafrænni áskrift en hafið ekki fengið fréttabréfið þannig eruð beðin um að senda tölvupóst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
til að unnt sé að skrá rétt netfang.
Jólatónleikar Breiðfirðingakórsins 17. des.
Árlegir jólatónleika Breiðfirðingakórsins verða í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 17. desember kl. 20.
Einsöngvari verður Hanna Dóra Sturludóttir.
Meðleikari er Renata Ivan og stjórnandi kórsins er Julian Michael Hewlett.
Einnig fer kórinn upp á Akranes og syngur tónleika í Akraneskirkju föstudaginn 8. desember kl. 20.
Ólöf Sigurjónsdóttir formaður,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
, sími: 691-2106
******************************************
Fastir liðir á dagskrá Breiðfirðingafélagsins eftir áramót:
20. jan. Árshátíð á Þorra. Takið kvöldið frá strax.
24. mars Páskabingó, kl 14:30
6. maí Dagur aldraðra, kl 14:30
5. júní Gróðursetningarferð í Heiðmörk.
Sumarferð félagsins verður dagana 22.-24. júní 2018.
Farið verður austur í Skaftártungur og mótsstaðurinn verður í félagsheimilinu Tunguseli.
******************************************
Sjálfboðaliðar óskast
Mikil sjálfboðavinna er unnin hjá félaginu við umsjón með viðburðum og veitingum. Margar hendur vinna létt verk og því óska ég eftir sjálfboðaliðum til starfa sérstaklega á sunnudögum við félagsvistina. Ef þið viljið legga félaginu lið við bakstur, kaffiumsjón, uppvask og fl. er það mjög vel þegið. Útlagður efniskostnaður er greiddur af félaginu. Hafið samband við mig í síma 892-8077.
Með kærri félagskveðju,
Ingibjörg Guðmundsdóttir