Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

 

Sumarferð félagsins verður að Tunguseli í Skaftártungu 22. til 24. júní. Þar er félagsheimili og gistiaðstaða í svefnpokaplássi. Svo er tjaldstæði.

Dagskrá: Á föstudagskvöldinu hittumst við í salnum, spjöllum saman, segjum brandara, syngjum og dönsum. Hafið með ykkur gítar eða harmonikku. Á laugardag kl. 10:30 verður farið á eigin bílum (menn geta sameinast í bíla) í óvissuferð, ef veður leyfir. Síðan verður dagskrá fyrir börnin síðdegis. Kveikt verður upp í grillinu kl 19:00 og síðan skemmtum við okkur fram eftir nóttu.

Matur: Menn nesta sig sjálfir að öðru leyti en því að félagið mun sjá um sameiginlega grillmáltíð á laugardagskvöldinu og er hún innifalin í þátttökugjaldinu. Þátttökugjald: Þátttökugjaldið er kr. 5.500,- fyrir fullorðna, sem er fyrir leigu á sameiginlegri aðstöðu, tjaldstæði, svefnpokaplássi og matinn á laugardagskvöldinu. Frítt er fyrir börn yngri en 14 ára. Þeir sem ekki gista greiða kr. 3.000.- Rafmagn á tjaldstæði er innifalið í leigunni. Ferðir: Gert er ráð fyrir að fólk verði á eigin bílum.

Skráning: Skráning í ferðina og pöntun á gistingu, er hægt að gera á heimasíðu félagsins www.bf.is http://bf.is/index.php/hafa-samband/78-frettir/233-skraning-i-sumarferdh-2013 Símaskráning í ferðina hefst 1. júní hjá Helgu Ínu Steingrímsdóttur í síma 772 0300.

Additional information