Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
Vikan 28. október - 3. nóvember.
Dagskrá framundan hjá Breiðfirðingafélaginu:
Sunnudagurinn 28. október
Félagsvist - 14:00
Bridge - 18:30
Mánudagurinn 29. október - 19:30
Prjónakaffi - Haraldur Hansson í Stykkishólmi sýnir handavinnuna sína.
Fimmtudagurinn 1. nóvember - 20:00
Fyrirlestur Aðalheiðar Guðmundsdóttur: Sagnaskemmtun við Breiðafjörð
Í fyrirlestrinum verður athyglinni beint að félagslegum vettvangi sagna í munnlegri miðlun. Í upphafi verður leitast við að skoða sagnaskemmtun við Breiðafjörð og varpa þar með ljósi á nokkra vel valda sagnamenn, en setja þá svo jafnframt í víðara samhengi við sagna- og/eða kvæðaþuli sem frá segir í íslenskum miðaldabókmenntum, jafnt sem síðari tíma heimildum. Umfjöllunin mun því varpa ljósi á þátt sagnaþula í varðveislu sagna sem síðar gátu orðið uppistaða þeirra bókmenntaverka sem rituð voru á miðöldum og eru varðveitt enn þann dag í dag.
Föstudagurinn 2. nóvember
Barsvari Breiðfirðingafélagsins sem vera átti þennan dag hefur verið aflýst og verður haldið í janúar.
- Prev
- Next >>