Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
„Bernsku minnar draumaheimur“
Þessi orð eru sótt í ljóð séra Árelíusar Níelssonar Breiðafjörður sem hann orti til gömlu heimabyggðar sinnar. Varðveitt er í eigu Breiðfirðingafélagsins mikið magn skjala og ljósmynda sem nú á að fara í að skrá og undirbúa til varðveislu á handritasafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Við setjum hér inn tengil á hluta þeirra elstu mynda sem varðveittar eru í myndasafni félagsins og biðjum ykkur félagsmenn góðir að skoða þær og gefa okkur ábendingar um ef þið þekkið einhverja á myndunum.
Hér er líka tengill á erindi sem Sigríður Hjördís Jörundsdóttir sagnfræðingur flutti í afmælishófi félagsins 17. nóvember síðastliðinn. Ef einhver á í fórum sínum gögn eða ljósmyndir tengd sögu félagsins þá biðjum við ykkur að hafa samband við Sigríði í síma 899-0489 eða sigridur.hjordis[hjá]internet.is.
- Prev
- Next >>