Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

BREIÐFIRÐINGUR, 70. ÁRGANGUR

Tímaritið Breiðfirðingur, 70. árgangur, 2022 kom út um miðjan maí mánuð. Fyrsta hefti ritsins kom út vorið 1942 svo þetta rit er jafnframt 80 ára afmælisútgáfa.

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Ástvaldsson.
Útlit, umbrot og ljósmyndun: Haukur Már Haraldsson.
Ritið er 152 blaðsíður með fjölbreyttu efni að vanda.

 

Félagar Breiðfirðingafélagsins sem og aðrir áskrifendur eiga allir að vera komnir með ritið í hendur.

Eftirtaldir hafa ritið í lausasölu:
Stjórn Breiðfirðingafélagsins  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og bf.is
Hraðbúðin við Útnesveg Hellissandi.
Verslunin Hrund Ólafsbraut 55 Ólafsvík.
Græna Kompaníið Hrannarstíg 5 Grundarfirði.
Sæferðir verslun Smiðjustíg 3 Stykkishólmi.
Handverkshópurinn Bolli Vesturbraut 12 Búðardal.
Handverksfélagið ASSA Króksfjarðarnesi.
Reykhólabúðin Reykhólum.

 

Eldri árganga ritsins má finna á vefnum timarit.is

 



 

Additional information