Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
Haustferð Breiðfirðingafélagsins 2022
Laugardaginn 24. september n.k. verður farið í rútuferð Gullna hringinn, á Þingvelli og um uppsveitir Árnessýslu, undir leiðsögn Guðmundar Birkis Þorkelssonar og Ingibjargar S. Guðmundsdóttur.
Lagt er af stað frá Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, kl.9:30.
Ferðin kostar 7.000 kr og er matarmikil fiskisúpa í Lindinni á Laugarvatni í hádeginu innifalin ásamt farinu með rútunni. Að öðru leyti nestar fólk sig sjálft.
Fjöldi þátttakenda í ferðinni takmarkast við rútustærð – allt að 60 manns.
Skráning er því nauðsynleg og fer fram hjá Ingibjörgu í síma 892 8077 fyrir föstudag 23. sept. Greiða þarf fyrir ferðina í Breiðfirðingabúð við brottför. Mætið helst um kl. 9 svo ekki verði tafir á brottför.
Fyrstur kemur fyrstur fær.
Skráð 19.9.2022
____________________________________________________________________________