Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
Prjónakaffi Breiðfirðingafélagsins
Kæru félagar
Þetta eru dagsetningar á prjónakaffi Breiðfirðingafélagsins í haust og hvaða gestir verða með kynningar hjá okkur Prjónakaffið er annan hvern mánudag frá kl. 19.30 - kl. 22.00 Boðið er upp á kaffi og með því og kostar það kr. 1.000 Allir eru hjartanlega velkomnir
Prjónakaffi haustið 2022
17.10.22
Ullarvinnslan Þingborg verður með kynningu
Halldóra mun koma með kynningu á sínu bandi Dóru Band // Wool by Dóra og með henni verða
Hjördís Þorfinnsdóttir kemur með Roð Buttons & Magnets - hnappar yfirdekktir með fiskroði
Harpa Ólafsdóttir kemur með handlitaðan Þingborgarlopa undir nafninu Hörpu Gull
Svo er möguleiki á að Katrín Andrésdóttir með Slettuskjótt komi einnig
En allavega koma Dóru Band, Hörðu Gull og Roð Buttons & Magnets
31.10.22
Sjöl og teppi
Auður Björt Skúladóttir mun koma með kynningu á bókinni sinni Sjöl og teppi, einnig mun hún koma með sjöl og teppi sem hún hefur gert
14.11.22
Maro, Hlíðarfótur, 102 Reykjavík
Silja mun koma til okkar með kynningu á garni
28.11.22
Helena Ósk Sigurðardóttir mun koma til okkar og kynna vetlingamunstur og sýna vetlinga
12.12.22
Avon snyrtivörur
Halldóra Brynjarsdóttir mun koma til okkar með kynningu á Avon snyrtivörum
Kær kveðja
Sólveig, Nanna og Erla
Skráð 15.10.2022