trippel c s piller http://norgepiller.com/kjop-cialis/ hvor lenge du vil beholde medisinske poster

Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Fréttabréf

BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS

Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511

5. tbl. sept. 2012 18. árgangur

Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson

 

Kæru félagsmenn

Þá eru fyrstu haustlitirnir farnir að sjást á trjánum, enda sumarið brátt á enda. Við í Breiðfirðingafélaginuvitum að þá færist líf í starfsemi félagsins eftir sumarfrí. Félagsstarfinu lauk formlega í maí en 5. júní var farið í Heiðmörkina. Sumarferð félagsins var farin að Breiðabliki 22. til 24. júní. Á laugardeginum var ekið frá Breiðabliki fyrir jökul. Fyrst var stoppað við kirkjuna á Búðum og þar sagði Sigurður Eggertsson frá ýmsum stöðum, sem yrðu á leið okkar í ferðinni fyrir jökul og sögum tengdum þeim. Þá var stoppað við höfnina á Arnarstapa og eftir það var ekið niður í Dritvík. Við Dritvík var drukkið kaffi og síðan haldið í Sjómannagarðinn á Hellisandi og hann skoðaður. Næst var stoppað í sögumiðstöðinni í Grundarfirði, þar sem Ingi Hans Jónsson sagði frá atvinnuháttum til sjós og lands fyrr á öldum. En hugum að dagskrá haustsins. Kórinn hóf æfingar 5. september og er búinn að fá nýjan kórstjóra, Judith Þorbergsson og verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst. Fyrsta spilakvöldið í bridge verður 16. september og félagsvistin byrjar viku síðar, þann 23. Prjónakaffið hefst 24. september og verður fimm sinnum til áramóta. Nánari upplýsingar um dagskrána er síðan að finna á næstu síðum.

Ég vil hvetja félagsmenn til að bjóða gestum með sér í Breiðfirðingabúð, svo þeir kynnist starfsemi félagsins.

Kær kveðja

Snæbjörn Kristjánsson, formaður

 

Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga:

               

                23. sept           Félagsvist stakur dagur

            30. sept            1. dagur í fjögurra daga keppni

              7. okt.            2. dagur í fjögurra daga keppni

            14. okt.            3. dagur í fjögurra daga keppni

            21. okt.            4. dagur í fjögurra daga keppni

            28. okt.            Félagsvist stakur dagur

              4. nóv.           1. dagur í fjögurra daga keppni

            11. nóv.           2. dagur í fjögurra daga keppni

            18. nóv.           3. dagur í fjögurra daga keppni

            25. nóv.           4. dagur í fjögurra daga keppni

 

Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14:00

Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000,- og önnur verðlaun kr. 2.500,- auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.

Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000,- fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið.

Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.

 

Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1000,-.

 

Bridge:

Við Breiðfirðingar og fleiri ætlum að spila á sunnudögum í vetur eins og áður. Fyrsta spilakvöldið er 16. september kl. 19.00 í Breiðfirðingabúð. Ekki þarf að skrá sig heldur einungis að mæta þegar ykkur langar til. Við ætlum að vera mjög umburðalynd og því er tækifæri fyrir þá sem óvanir eru að spila bridge að koma og æfa sig.

Æfingagjaldið er kr. 700.- pr. kvöld og er kaffi innifalið í verðinu.

 

 

Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð

 

Fram til áramóta verður prjónakaffið annan hvern mánudag, kl. 20:00 og byrjað verður 24. sept. og síðan dagana 8. okt., 22. okt., 5. nóv. og 19. nóv. Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747 og Sæunn í síma 864-2201.

Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu.

 

Vetrarfagnaður:

27. okt. Vetrarfagnaður hefst að þessu sinni kl. 20:30 með kjötsúpu, ef næg þátttaka fæst. Súpuna þarf að panta, fyrir miðvikudaginn 17. okt. hjá Þresti Elíassyni í síma 892-3068.

Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi frá kl. 22:00 – 02:00.

Súpa og dansleikur kr 2500,-  Dansleikur kr 1500,- .

 

Afmælisvikan:

11. – 18. nóv. Afmælisvika félagsins verður auglýst síðar.

 

Aðventudagur:

  2. des. Aðventudagur fjölskyldunnar hefst kl. 14:30.

 

Jólaball:

29. des. Jólatrésskemmtun fyrir alla fjölskylduna kl. 14:30.

 

Helstu atriði dagskrár eftir áramót:

 

26. jan.     Árshátíð á Þorra. Takið kvöldið frá strax.

  2. mars.  Dansleikur og skemmtun Breiðfirðingakórsins

16. mars.  Páskabingó, kl 14:30

13. apríl.  Vorfagnaður frá kl. 22:00 til 02:00

  5. maí.    Dagur aldraðra, kl 14:30

  4. júní.    Gróðursetningarferð í Heiðmörk.

21. til 23. júní.  Sumarferð félagsins.

 

 

Breiðfirðingakórinn

 

Breiðfirðingakórinn er nú að hefja sitt 15. starfsár og leitar eftir söngfólki til að taka þátt í skemmtilegu starfi. Allar raddir eru vel þegnar. Judith Þorbergsson er nýr kórstjóri en hún tók við af Hrönn Helgadóttur sem hefur stjórnað kórnum síðastliðin ár. Þakkar kórinn Hrönn fyrir ánægjulegt samstarf. Margt er framundan hjá kórnum og má þar nefna kóramót í október, tónleika í desember og apríl en fyrst og fremst ætlum við að skemmta okkur saman við söng og annan gleðskap.

Söngfólk nú er tækifærið til að koma í skemmtilegan kór. Áhugasamir hafi samband við Judith í síma 659 8635 eða netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórnin

 

Minningarkort Breiðfirðingafélagsins

Minningarkort Breiðfirðingafélagsins eru til sölu hjá Grétari Sæmundssyni í síma 551-0986 og hjá húsvörðum Breiðfirðingabúðar í síma 892-4511.

 

 

Fréttabréfið í tölvupósti

Stöðugt fjölgar þeim sem fá fréttabréfið sent í tölvupósti og er það töluverður sparnaður fyrir félagið, því póstburðargjöld, pappír og ljósritunarkostnaður fer stöðugt hækkandi.

Til að fá fréttabréfið sent í tölvupósti er þægilegast að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem  nafn og heimilisfang kemur fram.

 

Félag Breiðfirskra kvenna

Fundur félags Breiðfirskra kvenna, verður haldinn mánudaginn 1. okt. kl. 20,00 í Breiðfirðingabúð. Þórhallur miðill verður með skyggnilýsingar.

 

Additional information