Spurningakeppnin 7. mars 2013
Annar hluti spurningakeppninar fór fram þann 7. mars og kepptum við þá við Barðstrendingafélagið. Okkar lið hafði betur.
Birgir Óskarsson var á staðnum og tók þessa mynd af okkar fólki.
Þau sem kepptu þetta kvöldið eru, talið frá vinstri: Urður María Sigurðardóttir, Páll Guðmundsson og Grétar Guðmundur Sæmundsson.
8 liða úrslitin verða 21. mars og þá keppa:
Húnvetningafélagið - Norðfirðingafélagið
Árnesingafélagið - Breiðfirðingafélagið
Skaftfellingafélagið - Átthagafélag Sléttuhrepps
Dýrfirðingafélagið - Átthagafélag Héraðsmanna
4 liða úrslit verða 11. apríl
Úrslitakeppnin fer fram síðasta vetrardag, 24. apríl
Keppnin verður haldin í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 (fyrir ofan Bónus). Hægt er að taka lyftu ef gengið er inn um norðurinnganginn. Húsið opnar kl. 19:30 og keppnin hefst kl. 20:00.
Aðgangseyrir kr. 500,-