Sumarferðin 21. til 23. júní “Skráning í sumarferð 2013”
Sumarferð félagsins verður að Logalandi í Borgarfirði 21. til 23. júní nk.
Dagskrá:
Á föstudagskvöldinu hittumst við í salnum og spjöllum saman og segjum brandara. Hafið með ykkur gítar eða harmonikku.
Á laugardag kl. 10:30 verður farið á eigin bílum (menn geta sameinast í bíla) í skoðunarferð um nágrennið. Eftir skoðunarferðina verður bingó. Kveikt verður upp í grillinu kl 18:00 og síðan skemmtum við okkur fram eftir nóttu.
Matur:
Menn nesta sig sjálfir að öðru leyti en því að félagið mun sjá um sameiginlega grillmáltíð á laugardagskvöldinu og er hún innifalin í þátttökugjaldinu.
Þátttökugjald:
Þátttökugjaldið er kr. 4000,- fyrir fullorðna, sem er fyrir leigu á sameiginlegri aðstöðu, tjaldstæði, svefnpokaplássi og matinn á laugardagskvöldinu og fleira.
Frítt er fyrir börn yngri en 14 ára.
Þeir sem ekki gista greiða kr. 2500.-
Ferðir:
Gert er ráð fyrir að fólk verði á eigin bílum.
Skráning:
Skráning í ferðina og pöntun á gistingu, er hægt að gera á heimasíðu félagsins www.bf.is “Skráning í sumarferð 2013”
Einnig er hægt skrá sig í ferðina og panta gistingu hjá Sæunni Thorarensen í síma 864-2201 og Herði Rúnari Einarssyni í síma 892-4511 og er um að gera að panta strax.
Það er mjög áríðandi að allir panti, þó að einungis sé mætt í matinn.
Stjórnin þarf að vita þátttöku fyrir þriðjudaginn 18. júní vegna matarinnkaupa ofl.