Fréttir frá Breiðfirðingakórnum

10.09.2013

Nú þegar sumarið er senn á enda mun Breiðfirðingakórinn hefja sitt 17. Starfsár undir stjórn Julians M. Hewlett og verða æfingar á miðvikudagskvöldum kl. 19:30 í Breiðfirðingabúð.

Veturinn mun einkennast af miklu tónleikahaldi og mun léttleikinn verða í fyrirrúmi.   19. og 20. október mun kórinn taka þátt í kórahátíð í Hörpunni, síðan eru það okkar margrómuðu jólatónleikar 15. desember og árinu er síðan lokað með vortónleikum en dagsetning liggur ekki fyrir. Að auki mun kórinn syngja líkt og áður á aðventudegi fjölskyldunnar og degi aldraðra hjá félaginu.   Við ætlum ekki bara að syngja í vetur heldur líka skemmta okkur aðeins. 16. nóvember verður kórinn með bjórkvöld og 1. mars verður okkar víðfræga kórball. Af þessu má sjá að kórstarfið í vetur verður öflugt og skemmtilegt. Kórinn getur enn bætt við sig röddum en áhugasamir geta haft samband við Julian kórstjóra í síma 699-1967 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

 

Additional information