Fréttir frá Breiðfirðingakórnum
Breiðfirðingakórinn
Vetur kemur vetur fer segir einhverstaðar í góðu kvæði og veturinn er á næstu grösum en það finnst okkur í kórnum bara gott sönglega séð, höldum áfram þar sem frá var horfið því við eigum nóg í pokahorninu.
Lagaval okkar í vetur verður fjölbreytt og skemmtilegt og erum við þessa dagana ásamt kórstjóranum okkar að setja saman lista af því sem okkur finnst gaman að syngja og það sem kemur til með að gleðja tónleikagesti okkar þegar þar að kemur.
Æfingar eru alltaf á miðvikudagskvöldum kl. 19:30, kórstjóri er Julian Michael Hewlett, er hann að byrja sinn 4 vetur með okkur.
Í stjórn kórsins eru nú Björk Magnúsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Þrúður Karlsdóttir, Matthildur Kristjánsdóttir, Ólöf Sigurjónsdóttir. Ýmsar nefndir starfa í kórnum því allir vinna saman að því að gera góðan kór enn betri.
Fastir liðir eru í starfinu eins og jólatónleikar sem verða nú í Fella- og Hólakirkju, vortónleikar, söngur á aðventunni í Breiðfirðingabúð og aftur að vori svo eitthvað sé nefnt, verður auglýst síðar.
Nú dregur til tíðinda hjá Breiðfirðingakórnum hann á afmæli, hvorki meira né minna en 20 ára á næsta ári þ.e. 2017, þótt ótrúlegt sé, flest allir sem byrjuðu þá eru að syngja ennþá með kórnum, það segir sína sögu.
Hlakka til að byrja nýtt starfsár og vinna með kórnum mínum og vænti ég þess að þið eigið eftir að njóta afrakstursins með því að koma á tónleika hjá okkur.
Eigið góðan vetur.
Ólöf Sigurjónsdóttir, formaður.
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.