Fréttir frá Breiðfirðingakórnum

Fréttir frá kórnum haust 2022

Breiðfirðingakórinn hefur hafið æfingar að nýju og er þetta annað árið okkar með Kristínu Sigurðardóttur sem kórstjóra.

Síðasta ár var ljómandi gott – eða hljómandi gott – og við nutum þess að syngja saman á ný. Æfingar verða áfram á miðvikudagskvöldum, annan hvern mánudag og einstaka laugardag – stundum æfir ein rödd (sópran, alt, tenór, bassi) í einu og stundum er allur kórinn saman á æfingu. Ætlunin er að leggja land undir fót vorið 2023 og er förinni heitið til frænda okkar í Noregi. Það er því spennandi söngár framundan. Gamlir kórfélagar hafa snúið aftur í kórinn og er það vel; nýir félagar eru einnig velkomnir og ef þú hefur áhuga þá láttu heyra í þér hjá formanninum í síma 690-7493 eða á netfanginu benny@internetis

Með syngjandi kveðju Jóh. Benný Hannesdóttir

Skráð 20.09.2022

Additional information