Myndir úr félagsstarfinu
Sumarferð Breiðfirðingafélagsins 2013
Sumarferð Breiðfirðingafélagsins 2013 var farin að Logalandi í Borgarfirði dagana 21. - 23. júní. Sjá myndir
Alls mættu 97 í ferðina og þar af var 21 yngri en 14 ára. Margir mættu á föstudeginum og var komið saman í húsinu um kvöldið. Þar var mikið spjallað og síðan léku Birgir Kristjánsson og Erlingur Snær Guðmundsson á harmónikkur. Á laugardaginn var ekið að Barnafossi og síðan upp í Húsafell. Þaðan var ekið að Lauftungurétt og drukkið kaffi. Síðan var farið að Deildartunguhver. Eftir ferðina var spilað bingó. Síðan var grillað að vanda og tókst það mjög vel. Eftir grillið var boðið upp á söng og sagðir brandarar. Þá kom hljómsveitin Bræðrabandið og skemmti fram á nótt. Að sjálfsögðu voru teknar myndir við þetta tækifæri. Sjá myndir