Myndir úr félagsstarfinu

 Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 6. tbl. nóv. 2013 19. árg. er komið út.

Fréttabréf  

BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS

Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511

6. tbl. nóv. 2013 19. árgangur

Kæru félagsmenn

Sólin er farin að lækka á lofti og vetur konungur farinn að minna á sig, en það breytir því ekki að mikið líf er í dagskrá félagsins.

Aðsókn að félagsvistinni hefur verið mjög góð og hefur verið spilað á allt að 19 borðum. Alltaf eru að birtast ný andlit við spilaborðin, bæði ungir sem aldnir og ekki má gleyma þeim sem sjaldan láta sig vanta. Bridge hófst 16. september og er spilað á 10 - 12 borðum. Prjónakaffið hefur verið líflegt í haust og er mæting ágæt eða um 60 manns. Hagyrðingakvöldið verður fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20:00, Síðan verður ganga laugardaginn 16. nóvember og verður gengið frá Hallgrímskirkju og er mæting kl. 13. Að göngu lokinni verður boðið upp á afmæliskaffi í tilefni 75. ára afmælisins. Einnig verða sýndar myndir frá starfsemi félagsins fyrr og nú.

Kórinn tók þátt í kórahátíð sem Landsamband blandaðra kóra hélt í Hörpu þann 19. og 20. október. Hátíðin endaði með söng 900 kórfélaga í Eldborg. Æfingar hjá kórnum ganga vel, og er þegar byrjað að æfa jólalögin. Kórinn heldur sína árlegu jólatónleika í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 15. desember.

Aðventudagur fjölskyldunnar verður haldinn 1. desember, og verður með sama sniði og undanfarin ár

Jólaballið verður síðan 28. desember. Nú er hafinn undirbúningur að spurningakeppni átthagafélaga sem hefst í byrjun janúar. Nú þegar hafa fjögur átthagafélög, sem ekki tóku þátt í fyrra ákveðið að vera með. Það verður spennandi að fylgjast með hvort okkar lið nái ekki að halda bikarnum. Sjáumst hress.

Kær kveðja

Snæbjörn Kristjánsson, formaður

 

Bridge:

Við Breiðfirðingar og fleiri ætlum að spila á sunnudögum í vetur eins og áður, alla sunnudaga kl. 19.00 í Breiðfirðingabúð. Ekki þarf að skrá sig heldur einungis að mæta þegar ykkur langar til. Við ætlum að vera mjög umburðalynd og því er tækifæri fyrir þá sem óvanir eru að spila bridge að koma og æfa sig.

Æfingagjaldið er kr. 800.- pr. kvöld og er kaffi innifalið í verðinu.

Eftir áramót verður fyrsti spiladagur 5. janúar.

 

Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð

Fram til áramóta verður prjónakaffið annan hvern mánudag, kl. 20:00 og eru tvö skipti eftir 11. nóv. og 25. nóv. og hefst síðan aftur 13. janúar

Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747 og Sæunn í síma 864-2201.

Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu.

 

14. nóv. Hagyrðingakvöld kl. 20:00

Hagyrðingakvöldið verður undir stjórn Jóhönnu Fríðu Dalkvist. Hagyrðingar eru: Hermann Jóhannesson, Hlédís Sveinsdóttir, Jón Kristjánsson og Kristján Runólfsson.

Fleiri bætast ef til vill í hópinn.

Miðaverð er kr. 1000.- (kaffi og meðlæti innifalið í verði).

 

16. nóv. Gönguferð á slóðir gömlu Breiðfirðingabúðar kl. 13:00

Mæting í gönguferðina er við Hallgrímskirkju og verður lagt af stað kl.13:00. Gengið verður á staðinn þar sem gamla Breiðfirðingabúð var og síðan um nágrennið undir leiðsögn Harðar Gíslasonar. Boðið verður upp á afmæliskaffi að göngu lokinni í Breiðfirðingabúð kl. 15:00 í tilefni 75 ára afmælisins.

Samhliða kaffinu verður myndasýning, þar sem sýndar verða myndir frá starfsemi félagsins bæði fyrr og nú.

 

Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga:

       10. nóv.           2. dagur í fjögurra daga keppni

       17. nóv.           3. dagur í fjögurra daga keppni

       24. nóv.           4. dagur í fjögurra daga keppni

Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14:00

Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000,- og önnur verðlaun kr. 2.500,- auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.

Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000,- fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið.

Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.

Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1000,-.

Fyrsti spiladagur eftir áramót verður síðan 5. janúar

 

Aðventudagur:

1. des. Aðventudagur fjölskyldunnar hefst kl. 14:30.

 

Jólaball:

28. des. Jólatrésskemmtun fyrir alla fjölskylduna kl. 14:30.

 

Spurningakeppni átthagafélaganna:

Spurningakeppni átthagafélaganna hefst fljótlega í janúar og verður nánar um það í næsta fréttabréfi og á heimasíðu félagsins This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Helstu atriði dagskrár eftir áramót:

25. jan.   Árshátíð á Þorra. Takið kvöldið frá strax.

1. mars. Dansleikur og skemmtun Breiðfirðingakórsins

5. apríl.   Páskabingó, kl 14:30

4. maí.   Dagur aldraðra, kl 14:30

3. júní.   Gróðursetningarferð í Heiðmörk.

27. til 29. júní. Sumarferð félagsins

Breiðfirðingakórinn

 

Það er mikið líf í starfi Breiðfirðingakórsins þetta árið líkt og fyrri ár. Við höfum fengið til liðs við okkur nýja félaga sem við erum ákaflega stolt af og bjóðum við þau hjartanlega velkomin. Helgina 19. og 20. október var haldin afmælishátíð Landsambands blandaðra kóra í Hörpunni. Við tókum þátt í þessari hátíð ásamt 25 öðrum kórum eða 900 söngfuglum og má segja að þessi fjöldi sýni hvað það er skemmtilegt að vera í kór.

Eins og alltaf gerum við okkur glaðan dag inn á milli æfinga og nú er komið að okkar árlega bjórkvöldi sem verður haldið 16. nóvember í Breiðfirðingabúð. Við ætlum að syngja, dansa og skemmta okkur fram eftir kvöldi og hvet ég sem flesta til að mæta og auðvitað taka með sér gesti. Húsið opnar kl. 20:00 en formleg dagskrá hefst kl. 21:00.

Jólalögin eru farin að heyrast frá Breiðfirðingabúð enda ekki seinna vænna að byrja að æfa fyrir okkar margrómuðu jólatónleika sem verða haldnir í Fella- og Hólakirkju 15. desember kl. 20:00. Þar mun kórinn syngja bæði gömul og ný jólalög og koma þannig tónleikagestum í sannkallað hátíðarskap. Líkt og undanfarin ár munum við syngja á aðventudegi fjölskyldunnar 1. desember enda má segja að sá dagur sé orðin hluti af undirbúningi jólanna hjá mörgum kórfélaganum.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest á jólatónleikunum og öðrum viðburðum kórsins.

Góðar kveðjur til ykkar allra.

Halldóra K. Guðjónsdóttir.

 

Additional information