Myndir úr félagsstarfinu

Hagyrðingakvöld, 20. nóv. kl. 20:00
Hagyrðingakvöldið, sem er í samstarfi við Barðstrendingafélagið verður undir stjórn Jóhönnu Fríðu Dalkvist.


Hagyrðingar eru:
Einar Óskarsson, Guðmundur Arnfinnsson, Hjörtur Þórarinsson , Jóhannes Gíslason, Jón Kristjánsson, Ólína Gunnlaugsdóttir, Ólína Kristín Jónsdóttir
Fleiri bætast ef til vill í hópinn.
Miðaverð er kr. 1000.- (kaffi og meðlæti innifalið í verði).

Fyrripartar fyrir sal og hagyrðinga    Prenta fyrriparta

 

Arðsamasta auðlindin
eru norðurljósin.

 

Kannski undir Bárðarbungu
blæs í glæður Kölski sjálfur.

 

Inn til dala, út við sjó
allir sitja og prjóna.

 

Lekamálið leiðist mér
og læt mig engu skipta.

 

Mér finnst það vera heldur hart
að hafa tapað glóru.

 

Ég horfði á skýin og skynjaði margt
um skaparans leyndardóma.

 

 

Additional information