Myndir úr félagsstarfinu
Bókarkynning.
Burtfluttu fólki úr Barðastrandasýslum og öðrum bókavinum viljum við benda á hina nýútkomnu bók, Vestfjarðarit IV, Hjalla meður græna.
Í bókinni eru ábúendatöl frá því fyrir 1900 til 2012. Jafnframt er getið um framættir ábúenda o. fl. Áhugavert.
Mjög margar myndir af fólki og byggingum frá sama tíma og jafnvel eldri prýða bókina sem er 624 bls. Söluaðili á höfuðborgarsvæðinu er Barðstrendingafélagið og mun Aðalheiður Hallgrímsdóttir í síma 567-0904 og 863-5187 sjá um pantanir og afgreiðslu.
Ennfremur mun Birkir Friðbertsson í síma 456-6255 taka við pöntunum og senda um allt land án póstkostnaðar fyrir kaupendur.
Sjá nánar á Reykhólar.is