Myndir úr félagsstarfinu
Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 2. tbl. febrúar. 2015 21. árg. er komið út.
Fréttabréf
BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS
Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511
2. tbl. feb. 2015 21. árgangur
Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson
Kæru félagsmenn
Þá er janúarmánuður liðinn en hann hefur verið vindasamur og rysjóttur. Senn líður að aðalfundi félagsins, en hann verður haldinn í Breiðfirðingabúð, þriðjudaginn 24. febrúar, kl 20:30. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta. Kjörnefnd hefur unnið hörðum höndum að finna fólk til að gefa kost á sér í stjórn, en hana skipa þau: Benedikt Egilsson, s: 824-8402, Bjarnheiður Magnúsdóttir, s: 862-0546 og Guðmundur Theodórs s: 894-0328.
Eins og ævinlega mun Félag Breiðfirskra kvenna sjá um kaffi og meðlæti. Starfsemi félagsins er nú í fullum gangi og gengur vel. Spurningakeppni átthagafélaganna í Reykjavík, hefst í Breiðfirðingabúð, þann 19. febrúar og stendur til 12. mars, sjá nánar á næstu síðu. Félagsvist er spiluð á sunnudögum og bridge á sunnudagskvöldum. Þátttaka í spilum hefur verið góð í vetur. Prjónakaffið heldur sínu striki en gaman væri að sjá fleiri mæta. Árshátíð á þorra var haldin í Breiðfirðingabúð laugardaginn 24. janúar. Veislustjóri var Jóhannes Kristjánsson. Einnig kom Tindatríóið og skemmti okkur með söng og gríni. Hljómsveitin Traustir vinir lék fyrir dansi. Ég vil fyrir hönd félagsins þakka öllum, sem stóðu að árshátíðinni, fyrir frábæra skemmtun. Margt er enn á dagskrá félagsins, Páskabingó og svo að sjálfsögðu dagur aldraðra, sjá nánar á næstu síðu.
Kær kveðja
Snæbjörn Kristjánsson, formaður
Spurningakeppni átthagafélaganna 2015:
Spurningakeppni átthagafélaganna hefst 19. febrúar og verður síðan 26. febr., 8 liða úrslit 5. mars og úrslit 12. mars. Það eru lið frá 19 átthagafélögum og verður öll keppnin tekin upp og sýnd á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Við hvetjum ykkur til að mæta og hvetja ykkar fólk sérstaklega en allir eru velkomnir öll kvöldin.
Grétar Sæmundsson hefur tekið að sér leiða liðið okkar, en hann var sem kunnugt er í liði MR í spurningakeppni framhaldsskólana.
Keppnin hefst kl 20:00 öll kvöldin, húsið opnar kl 19:30.
Aðgangseyrir verður 1.000 krónur.
Sjá nánar á heimasíðu félagsins This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga:
15. febr. 1. dagur í fjögurra daga keppni
22. febr. 2. dagur í fjögurra daga keppni
1. mars 3. dagur í fjögurra daga keppni
8. mars 4. dagur í fjögurra daga keppni
15. mars Félagsvist stakur dagur
22. mars 1. dagur í fjögurra daga keppni
29. mars 2. dagur í fjögurra daga keppni
12. apríl 3. dagur í fjögurra daga keppni
19. apríl 4. dagur í fjögurra daga keppni
Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14:00
Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000,- og önnur verðlaun kr. 2.500,- auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.
Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000,- fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið.
Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.
Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1200,-.
Breiðfirðingur
Ákveðið hefur verið að hefja útgáfu Breiðfirðings á nýjan leik eftir nokkurra ára hlé. Þeir sem vilja gerast áskrifendur eru beðnir um að skrá kennitölu, nafn og heimilisfang á heimasíðu félagsins www.bf.is (Hafa samband) eða í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .
Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð
Prjónakaffið er annan hvern mánudag, kl. 19:30 og er næsta prjónakaffið 9. febr., 23. febr. 9. mars, 23. mars, 13. apríl og 20. apríl. Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747, Sæunn í síma 864-2201 og Jófríður í síma 862-6414. Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu.
Breiðfirðingafélagið Bridgedeild
Kæru spilafélagar.
Nú spilum við áfram bridge á sunnudagskvöldum til vors. Allir er velkomnir til okkar. Spilakvöldið kostar 900 kr. og er kaffi og te innifalið eins og hver vill. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram nema í hraðsveitarkeppnina. Skráningu í hana þarf að vera lokið fyrir 23. febrúar. Ingibjörg Guðmundsdóttir tekur við skráningum í síma 892-8977 eða í netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .
Kveðja
Stjórn Bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins
15. Febrúar Tvímenningur keppni 4 af 4
22. Febrúar Tvímenningur
1. Mars Hraðsveitakeppni 1 af 3
8. Mars Hraðsveitakeppni 2 af 3 1
5. Mars Hraðsveitakeppni 3 af 3
22. Mars Tvímenningu
29. Mars Páskamót/Barómeter
12. Apríl Tvímenningur
19. Apríl Tvímenningur keppni 1 af 4
26. Apríl Tvímenningur keppni 2 af 4
3. Maí Tvímenningur keppni 3 af 4
10. Maí Aðalfundur/tvímenningur keppni 4 af 4
Í 4 kvölda tvímenningi eru tekin 3 bestu skiptin og eru verðlaunapeningar fyrir 3 efstu sætin. Einnig eru verðlaun veitt fyrir hraðsveitakeppnina og barómeter
Helstu atriði dagskrár til sumars:
21. mars. Páskabingó, kl 14:30
3. maí. Dagur aldraðra, kl 14:30
2. júní. Gróðursetningarferð í Heiðmörk.
26. til 28. júní. Sumarferð félagsins.
Tillögur um lagabreytingar
Stjórn Breiðfirðingafélagsins leggur til við aðalfund félagsins haldinn 24. febrúar 2015 eftirfarandi breytingar á lögum félagsins:
9. gr.
Stjórn félagsins skipa 7 menn, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og þrír meðstjórnendur. Varastjórn skipa þeir 3, sem næstir verða aðalmönnum að atkvæðamagni við stjórnarkjör. Formann skal kjósa fyrst og sérstaklega. Að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.
Þessi grein hljóði svo eftir breytingu:
9. gr.
Stjórn félagsins skipa 5 menn, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Varastjórn skipa þeir 2, sem næstir verða aðalmönnum að atkvæðamagni við stjórnarkjör. Formann skal kjósa fyrst og sérstaklega. Að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.
Aðalfundarboð
Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins verður haldinn í
Breiðfirðingabúð þriðjudaginn 24. febrúar 2015
og hefst stundvíslega kl. 20:30
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreytingar
3. Önnur mál
Kaffiveitingar